Svona verðurðu betri í rúminu

Góð og skýr samskipti eru lykillinn að betra kynlífi.
Góð og skýr samskipti eru lykillinn að betra kynlífi. mbl.is/Thinkstockphotos

Flestir vilja standa sig vel í bólinu og vera betri elskhugar. Margir fara þá leið að googla í þeirri von um að finna einhver leynitrix. Science of Us tók saman nokkrar rannsóknir um hvernig hægt sé að bæta kynlífið. 

Gott kynlíf krefst vinnu 

Vísindamenn við Háskólann í Toronto komust að því að pör sem trúðu því að það þyrfti að erfiða í kynlífi til þess að það væri gott, áttu betra kynlíf og samband en önnur pör. 

Láttu maka þinn finnast hann vera sérstakur 

Önnur rannsókn sýndi fram á að það að veita makanum athygli utan svefnherbergisins skilaði sér uppi í rúmi.

Ekki reyna að læra kynlífstækni – lærðu inn á maka þinn 

Margir reyna að googla og lesa sér til en besta leiðin til þess að eiga betra kynlíf með maka er að eiga í góðum samskiptum við hvort annað. Ekki fara bara eftir stunum eða handahreyfingum, talið frekar saman. 

Vertu óeigingjarn 

Fólk leitast eftir góðmennsku í fari maka síns. Ný rannsókn sýndi að samhengi er á milli óeigingirni maka og ánægju í kynlífi. 

Ekki vera drukkin 

Rannsókn frá New York University sýnir að fólk sé ekki eins næmt þegar það er drukkið. Ef það vill vera undir áhrifum vímugjafa ætti það frekar að reykja marijúana sem eykur næmni. 

Það er góður eiginleiki í samböndum að vera óeigingjarn.
Það er góður eiginleiki í samböndum að vera óeigingjarn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál