Er með annan mann á heilanum

Stundum lætur hjartað ekki að stjórn.
Stundum lætur hjartað ekki að stjórn. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég er hugfangin af fallegum, guðdómlega fallegum, listrænum, rugluðum og sjálfselskum rómantíker sem er níu árum yngri en ég. Undanfarin þrjú ár höfum við stundað  kynlíf af og til, en samband okkar byggist þó mest á ráðleggingum mínum sem ég gef honum varðandi ástarlíf hans. Ég er ekki falleg á hefðbundinn hátt og er því upp með mér að ég skuli vera fasti punkturinn í lífi hans,“ segir óörugg og ráðvillt kona sem leitaði á náðir ráðgjafa tímaritsins Elle.

„Hann elskar bara það sem hann getur ekki fengið og ég hef margoft slitið sambandinu við hann, en ég dregst alltaf að honum aftur. Hann tilheyrir vinahópnum mínum og ég fæ ekki flúið hann. Vandamálið er að ég er í dásamlegu sambandi og kærastinn minn er mér algerlega trúr. Ég þekki rétt frá röngu og veit hvað ég á að gera. Mig vantar þó hjálp.“

Ráðgjafinn kjaftfori vissi að sjálfsögðu hvað væri best að gera, enda ekki ráðgjafi að ástæðulausu.

„Þú verður að velja annan hvorn kostinn. Annaðhvort slítur þú öll tengsl við hann eða giftist honum. Það er ólíklegt að kauði samþykki seinni kostinn, svo ekki sé minnst á kærastann þinn. Þannig að þá er fyrri kosturinn eina vitið.“

„Ekki fara í partý þar sem hann gæti verið viðstaddur. Ekki taka bensín á sömu bensínstöð og hann. Ekki einu sinni leggjast á bæn í sömu kirkju og hann stundar. Þú verður að sjá til þess að þú sjáir hann ekki, hittir hann ekki og heyrir ekki af honum. Blokkaðu hann á símanum þínum og á samfélagsmiðlum. Ef þú getur flutt til Tókýó skaltu gera það.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál