Hví senda giftir menn slík skilaboð?

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég velti því stundum fyrir mér hvað hafi orðið um virðinguna og siðferði okkar þegar ég skoða algeng netsamskipti kynjanna í dag. Þegar við gátum farið að fela okkur svona vel á bakvið tölvuskjái hefur ýmislegt farið úrskeiðis þar að mínu mati,“ segir Linda Baldvinsdóttir markþjálfi í sínum nýjasta pistli: 

Ég hef til dæmis sjálf oft orðið fyrir því að giftir menn vilji endilega spjalla við mig í netheimum en eru þó fljótir að láta sig hverfa þegar ég spyr hvort að konan þeirra fái ekki að sjá og fylgjast með því sem okkur fer þarna á milli. Ég hef einnig fengið oftar en mig langar til að muna eftir tilboð um að verða kynlífsleikfang hjá mönnum sem þekkja mig akkúrat ekki nokkurn skapaðan hlut. Og því miður er það ekki bara ég sem lendi í þessu, við vinkonurnar verðum allar fyrir þessu, giftar jafnt sem ógiftar.

Er þetta smart krakkar?

Hvað í ósköpunum er það sem fær gifta menn til að halda að þeir geti sent ókunnri konu beiðni um spjall á kynlífsnótum? Gera þeir sér enga grein fyrir þeirri óvirðingu sem felst í þessari beiðni bæði við þá konu sem haft er samband við og þá konu sem þeir eru giftir?

Og hvað fær menn til að bjóða upp á kynlíf í pósti án þess að þekkja eða vita nokkurn hlut um aðstæður eða siðferðismörk aðilans sem hann sendir póstana á? (Veit að þetta á við um bæði kynin svosem allt saman þó að ég tali útfrá sjónarhorni kvenna hér)

Eru þetta „markaðslögmálin“ sem gilda í dag? Giftir menn og konur sem þurfa spennulosun og ógiftir menn sem þurfa varla að vita hvaða nafn kynlífsleikfangið ber?

Hvað sem þetta flokkast undir þá er víst að þarna vantar virðingu og bara gömlu góðu almennu kurteisina.

Þegar ég hef fengið þessi líka fínu tilboð bendi ég vinsamlega á að kynlífsleikföng eru seld í Adam og Evu (ókeypis auglýsing í mínu boði) en að ég væri a.m.k ekki leikfang fyrir ókunnuga eða gifta menn úti í bæ.

En hvers vegna er þetta svona í dag? Eða hefur þetta kannski alltaf verið svona hjá ákveðnum hópum? Fer bara meira fyrir þessu í dag vegna netheimanna og veraldanna sem dvalið er í þar? 

Ég veit svo sem ekkert hvers vegna þetta er svona, held þó að klám og kynlífsvæðing undanfarinna áratuga eigi þarna hlut að máli. Held einnig að það sé allt of auðvelt að fela sig og láta eftir sér ýmislegt á netinu þar sem  lögmál raunveruleikans gilda ekki.

Allt er þetta þó hluti af væðingu þar sem tilfinningar koma hvergi við sögu og kynin eru hlutgerð (sérstaklega konur). Við vitum flest að hlutir eru til að nota en manneskjur ekki, þannig að þessi hlutgerving veldur því að við sjáum líklega þá sem eru á netinu ekki sem manneskjur af holdi og blóði né með sál og tilfinningar og því þarf ekki að sýna þeim kurteisi né pæla í siðferði gagnvart þeim.

En hvað veit ég svo sem, þetta eru bara mínar pælingar varðandi þetta en ekki stóri sannleikurinn um málið.

Ég held samt að ég hafi rétt fyrir mér með það að við þurfum að skoða betur hvers vegna þetta virðingaleysi er. Kannski þurfum við að kenna börnunum okkar betur strax frá fyrsta degi að bera virðingu fyrir sjálfum sér og hvert öðru í framkomu og orðum á netinu jafnt sem annarstaðar.

Þurfum kannski að gera þeim og okkur sjálfum betri grein fyrir því að manneskjur eru ekki hlutir til notkunar heldur sálir sem þarfnast fagurrar framkomu og kærleika sama hvort sem er á netinu eða annarstaðar.

En núna skal siðapostulinn hætta þessu tuði í bili en bið okkur þó um að skoða betur hvort að svona framkoma hæfi okkur hverju og einu, og bið okkur bara öll um að koma fram við hvert annað af virðingu og kurteisi hvort sem við erum stödd í raunheimum eða netheimum - munum að aðgát skal alltaf hafa í nærveru sálar.  

Gleðilegt sumar elskurnar og takk fyrir veturinn! 

Linda Baldvinsdóttir.
Linda Baldvinsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

10 atriði sem drepa kynhvötina

23:00 Ef það er lítið að frétta í kynlífinu gæti það verið vegna þess að kynhvötin er ekki eins mikil og hún er vön að vera. Ýmsar ástæður geta minnkað kynhvötina. Meira »

Urðu ástfangin á netinu

20:10 Íris Björk Óskarsdóttir-Veil kynntist eiginmanni sínum, Bandaríkjamanninum Joel Vail, á netinu. Tæp tvö ár eru síðan þau kynntust en þau giftu sig í haust þegar Íris Björk flutti til Bandaríkjanna. Meira »

Klæðist Goat eftir að kúlan fór að stækka

17:10 Katrín hertogaynja hefur sést í bæði nýjum og gömlum fötum frá breska fatamerkinu Goat eftir að óléttukúlan fór að vekja athygli. Fatamerkið er þó ekki sérstakt meðgöngumerki. Meira »

Makinn er fastur í kláminu

14:10 „Hjónabandið er í molum, makinn er á klámsíðum um allan heim og spjallar við konur á einkaskilaboðum og á Facebook. Hann lofar og lofar að láta af þessu en bætir frekar í en að minnka og er fráhrindandi við mig,“ segir íslensk kona. Meira »

Skvísurnar fjölmenntu í hreingerningarteiti

11:10 Það var fullt út úr dyrum á Hverfisbarnum þegar Sólrún Diego fagnaði útkomu bókar sinnar. Í bókinni er að finna bestu hreingerningarráð allra tíma. Meira »

Fólk sem skreytir snemma er hamingjusamara

09:00 Sífellt fleiri skreyta snemma. Þeir sem eru enn með jólaseríurnar ofan í geymslu ættu að henda þeim upp enda fólk sem skreytir snemma hamingjusamara en aðrir. Meira »

Heldur fram hjá með sínum fyrrverandi

í gær „Kynlífið er hins vegar ömurlegt. Ég vil láta stjórna mér en ég þarf alltaf að stíga fyrsta skrefið. Ég þarf alltaf að byrja kynlífið og stjórna hraðanum og koma með hugmyndir.“ Meira »

Fimm atriði sem einkenna heimili sem heilla

06:00 Það tekur gesti aðeins hálfa mínútu að mynda sér skoðun á heimili. Það skiptir því máli að það fyrsta sem tekur á móti fólki sé til fyrirmyndar. Meira »

Svona missti Jackson 30 kíló eftir barnsburðinn

í gær Söngkonan Janet Jackson eignaðist sitt fyrsta barn fyrir tæpu ári. Með góðri hjálp er hún búin að léttast um 30 kíló. Þjálfari Jackson leysir frá skjóðunni. Meira »

Ertu að gera út af við þig?

í gær Við vinnum allt of langan vinnudag oft og tíðum og þegar við ljúkum deginum hömumst við í ræktinni (förum jafnvel í hádeginu) hendumst síðan í búðir eftir að hafa náð í börnin í leikskólann – skólann – íþróttirnar – píanótímana eða hvað svo sem tekur við eftir venjulegan vinnudag allra, förum heim og eldum – sjáum um heimalærdóminn og náum svo að draga andann þegar við erum búin að koma öllum í háttinn, eða hvað? Meira »

Magnús leigir út á Airbnb

í gær Magnús Ólafur Garðarsson, fyrr­ver­andi for­stjóri United Silicon, býður einbýlishús sitt við Huldubraut 28 í Kópavogi til leigu. Meira »

150 milljóna glæsihöll

í gær Við Austurkór í Kópavogi stendur glæsilegt einbýli sem byggt var 2012. Húsið er 310 fm að stærð og sérlega vandað. Í eldhúsinu eru sérsmíðaðar innréttingar hjá RH-innréttingum og er granít í borðplötunum. Meira »

Að sofa á hliðinni hraðar öldrun húðarinnar

í gær Hjúkrunarfræðingur stjarnanna veit sitt hvað um þær aðferðir sem virka til þess að halda húðinni unglegri. Hún mælir til dæmis ekki með því að fólk sofi á hliðinni. Meira »

Heillandi verkum Guðrúnar fagnað

í gær Málverkasýning Guðrúnar Einarsdóttur undir yfirskriftinni „Málverk“ var opnuð með glæsibrag á dögunum í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi. Hópur af fólki lét sjá sig á opnuninni sem er ekkert skrýtið því verkin eru heillandi. Meira »

Nýtt íslenskt fatamerki fyrir plús-stærðir

20.11. Selma Ragnarsdóttir fatahönnuður kynnti nýtt merki sitt á Oddsson á laugardagskvöldið. Um er að ræða fatamerkið Zelma shapes sem er fyrir konur í plús-stærðum. Boðið var upp á glæsilega tískusýningu þar sem föt úr merkinu voru sýnd. Meira »

Brúnar og stæltar fitness-drottningar

20.11. Köttaðir og brúnir kroppar kepptu á bikarmótinu í fitness í Háskólabíói sem fram fór um helgina. Um 90 keppendur stigu á svið og voru þeir hver öðrum flottari eins og sést á myndunum. Meira »

Verðlaunaðu þig

í gær Orður, slaufur og nælur eru áberandi í hausttískunni. Ef við fáum ekki hrós eða orður fyrir vel unnin störf eða bara meistaratakta í eigin lífi þá er um að gera að taka málin í sínar hendur og kaupa sér slíkan grip sjálfur. Meira »

Búin að gera sér upp fullnægingu í níu mánuði

í fyrradag „Það var heimskulegt en ég gerði mér upp fullnægingu frá byrjun þar sem mér finnst ég svo lengi að fá það og skammaðist mín of mikil til þess að vera hreinskilin.“ Meira »

Glamúr á tískusýningu Victoria's Secret

20.11. Undirfatatískusýning Victoria's Secret er ein umtalaðasta tískusýningu í heiminum. Hver ofurfyrirsætan á fætur annarri kom fram í undirfötum sem hæfa englum. Meira »

Stuð í sendiherrabústaðnum í Berlín

20.11. Flugfélagið Icelandair og sendiráð Íslands í Berlín efndu til teitis í tilefni af flugi félagsins til Berlínar sem hófst í byrjun nóvember. Einnig var 80 ára afmæli flugfélagsins fagnað. Um það bil 100 manns létu sjá sig í boðinu en á meðal gesta var Stefan Seibert, sem er blaðafulltrúi þýsku ríkisstjórnarinnar og hægri hönd Angelu Merkel kanslara. Meira »