Láttu einhvern annan velja Tinder-myndina

Rannsóknin sýndi fram á að ókunnugir velji betri myndir af …
Rannsóknin sýndi fram á að ókunnugir velji betri myndir af öðrum manneskjum. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er mikilvægt að koma vel fyrir og vanda val á myndum á stefnumótasíðum eða forritum eins og Tinder. Fólk á það til að dæma fólk á nokkrum sekúndum út frá einni mynd. Í nýrri rannsókn frá Sydney kemur í ljós að ókunnugir aðilar eru betur til þess fallnir að velja aðlaðandi mynd af þér. 

Mydomaine greinir frá þessari rannsókn þar sem þátttakendur völdu mynd fyrir sjálfa sig og völdu síðan mynd fyrir 12 aðra þátttakendur. Myndirnar fóru síðan á netið og þær myndir sem voru valdar af ókunnugum aðila voru taldar meira aðlaðandi en þær myndir sem fólk valdi sjálft.

„Niðurstöðurnar gefa til kynna að fólk tekur ekki góðar ákvarðanir þegar það á að velja aðlaðandi myndir af sjálfum sér til þess að setja sem forsíðumynd á netið,“ sagði David White, aðalrannsakandinn. Það þarf þó að rannsaka ástæðuna á bak við það.

Fólk er fljótt að dæma myndir af öðru fólki.
Fólk er fljótt að dæma myndir af öðru fólki. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál