25 ára og heldur ekki reisn

Margir karlmenn lenda í vandræðum með að halda stinningu.
Margir karlmenn lenda í vandræðum með að halda stinningu. Ljósmynd / Getty Images

„Ég er 25 ára og á í vandræðum með að halda reisn. Ég get fengið stinningu, en get ekki haldið henni meðan á kynlífi stendur. Heimilislæknirinn minn hefur gert einhverjar rannsóknir á mér og ég er tiltölulega heilbrigður. Ég held að þetta sé í hausnum á mér. Ég beiti sjálfan mig miklum þrýstingi vegna fyrri reynslu og þarf að brjótast út úr vítahringnum,“ segir í bréfi ungs manns sem leitaði ráða hjá kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Menn geta svo  sannarlega fest sig í vítahring ef þeir upplifa risvandamál, auk þess sem það getur haft áhrif á sjálfstraust þeirra. Þegar hugmyndin um kynlíf er farin að valda kvíða í stað spennu verður ólíklegra að þeir geti haldið reisn,“ svaraði ráðgjafinn um hæl.

„Stinningarlyf geta hjálpað, en það er einnig mikilvægt að læra að einblína ekki á risvandann heldur einbeita sér fremur að því að njóta sín. Að læra að það sé mögulegt að gefa og njóta unaðar án þess að fá holdris er mikilvægur þáttur í því að öðlast aukið kynheilbrigði. Þessi vitneskja getur leitt til þess að það dregur úr þrýstingnum sem þú beitir sjálfan þig. Reyndu að hugsa um kynlíf sem skemmtun, en ekki þolraun.“

Ráðgjafinn benti á mikilvægi þess að skemmta sér og leyfa …
Ráðgjafinn benti á mikilvægi þess að skemmta sér og leyfa sér að njóta. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál