Fimm stig ástarsambanda

Aðlöðunartímabilið einkennist af spennu og losta.
Aðlöðunartímabilið einkennist af spennu og losta. mbl.is/thinkstockphotos

Hveitibrauðsdagar er ákveðið tímabil í ástarsambandi sem er oft er lýst sem yndislegu og afar rómantísku. En það þýðir ekki að ástin slokkni þegar hveitibrauðsdagatímabilið klárast. Öll sambönd fara í gegnum mismunandi tímabil. Mydomaine fékk til liðs við sig sérfræðinga til þess að fara yfir hver væru algengustu stigin í samböndum.

Vandræðalega tímabilið

Þetta tímabil á sér stað þegar fólk er að byrja að tala saman og á fyrsta stefnumóti. Fólk er óvisst um tilfinningar hins aðilans og er mögulega feimið. Fólk er oft stressað á þessu stigi sambandsins og á það til að ofhugsa hlutina. Einn sérfræðingurinn bendir á að oft er fólk ekki eins og það er vant að vera fyrr en eftir tvö til þrjú stefnumót.

Aðlöðunartímabilið

Eftir að fólk er búið að kynnast aðeins á vandræðalega tímabilinu tekur við mjög skemmtilegt tímabil þar sem að fólk reynir að fá hinn aðilann til að falla endanlega fyrir sér. Aðlöðunarstigið er frábært og einkennist af spennu og losta. Þetta tímabil endist ekki endalaust en það þýðir ekki að fólk sé ekki ástfangið enda byggir ást á trausti, félagskap og sameiginlegum gildum.

Óvissutímabilið

Það er auðvelt að verða ástfanginn en það er flóknara að taka næsta skref þar sem þið ákveðið að vera saman. En eins og alltaf er mjög mikilvægt að tala saman. Á þessu tímabili þarf fólk ef til vill að spyrja hinn aðilann hvað hann vilji fá út úr sambandinu, komast að gildum makans og lífssýn. Á þessu stigi fara líka að koma upp áskoranir sem pörin þurfa að takast á við. Að takast á við einhvers konar verkefni getur fært fólk nær hvort öðru.

Innilegt samband

Þetta er stigið þar sem fólk opnar sig og er berskjaldaðra en áður en um leið skapast meira traust og tengslin styrkjast. Fólk fær því tækifæri til þess að kynnast manneskjunni enn betur og sambandið verður alvarlegra.

Sameining

Sambandið er orðið alvarlegra og fólk tekur stærri ákvarðanir sem hafa að gera með framtíðina. Þetta geta verið ákvarðanir eins og að fara búa saman eða hreinlega að ákveða að vera saman.

Sambönd fara í gegnum mismunandi tímabil.
Sambönd fara í gegnum mismunandi tímabil. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál