Svona eykur þú líkur á fullnægingu

Gagnkynhneigðar konur virðast sjaldnar fá fullnægingu en kynsystur þeirra.
Gagnkynhneigðar konur virðast sjaldnar fá fullnægingu en kynsystur þeirra. Ljósmynd / Getty Images

Fjöldi kvenna á erfitt með að fá fullnægingu með samförum, en rannsóknir hafa sýnt að gagnkynhneigðar konur fá hvað sjaldnast fullnægingu þegar þær stunda kynlíf. Vefurinn Popsugar hefur því tekið saman nokkur góð ráð sem allar konur ættu að geta nýtt sér, í það minnsta ef þær hafa átt í erfiðleikum með að komast í mark í bólinu.

Ekki hafa svona miklar áhyggjur
Konur ættu ekki að beita sjálfar sig þrýstingi eða hafa of miklar áhyggjur af því að fá fullnægingu, enda dregur það verulega úr líkum á því að þær upplifi hana. Þess í stað ættu þær einfaldlega að einbeita sér að því að njóta kynlífsins.

Ekki skilja snípinn út undan
Flestar konur fá ekki fullnægingu nema með því að örva snípinn. „Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á snípinn, jafnvel G-bletturinn er hluti af snípnum. Bletturinn er sá hluti af leggöngunum sem er staðsettur við rót snípsins,“ segir Polly Rodriguez, sem höndlar með kynlífsleikföng, í viðtali við Popsugar. Þá mælir hún einnig með því að allar konur fjárfesti í titrara.

Biddu um munnmök
Konur eru oft feimnar við að biðja maka sinn um munnmök, en ættu ekki að vera það. Einnig má ekki gleyma forleiknum, en hann getur aukið líkur á því að konur fái fullnægingu.

Ekki vera feimin við sjálfsfróun
Ef konur vilja auka líkur á því að fá fullnægingu þurfa þær að vita hvað þeim þykir gott. Það er ekkert að því að stunda sjálfsfróun, jafnvel þótt konur eigi maka, enda eru þær þá betur í stakk búnar til að leiðbeina honum í bólinu.

Ekki vanmeta sleipiefni
Snípurinn á það til að verða of næmur þegar kynlíf er stundað, sem dregur úr líkum á fullnægingu, en sleipiefni dregur úr þessum óþægilega núningi.

Djúpir kossar
Rannsókn sem framkvæmd var við Chapman-háskólann leiddi í ljós að 80% gagnkynhneigðra kvenna, sem fá reglulega fullnægingar í kynlífi, upplifa jafnan þrjá hluti í kynlífi í sínu. Það er örvun á snípinn, munnmök og djúpir kossar.

Konur ættu að vera ófeimnar við að beina athyglinni að eigin þörfum, enda stendur stór hópur karlmanna í þeirri meiningu að konur fái fullnægingu við samfarir einar og sér.

Konur ættu ekki að gleyma því að leika sér.
Konur ættu ekki að gleyma því að leika sér. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál