Samböndin endast bara í tvær vikur

Samböndin endast ekki lengur en tvær vikur hjá konunni.
Samböndin endast ekki lengur en tvær vikur hjá konunni. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona leitaði hjálpar hjá ráðgjafa Elle þegar hún áttaði sig á skrítnu mynstri í ástarlífi sínu sem hún var ekki nógu sátt við. 

Kæra E. Jean. Ég er búin átta mig á því að ég er búin að vera í tveggja vikna samböndum við menn síðastliðið ár. Ég hitti einhvern fyrri helgina þegar ég fer út að skemmta mér eða ég er kynnt fyrir einhverjum í gegnum vin. Næstu daga sendum við hvort öðru skilaboð, tölum saman og förum kannski á stefnumót. Seinni helgina förum við út saman en svo hættir allt. Ég er skilin eftir aftur. Engar afsakanir, útskýringar eða svör. Eru álög á mér? spyr konan.

Álög? Skrifar ráðgjafinn til baka. Þú ert að upplifa hina frægu Kenny Chesney–Renée Zellweger-tímabrenglun. Rétt eins og sex mánuðir eru núna eins sex ár af hjónabandi voru þá eru tvær vikur núna hinir nýju sex mánuðir af stefnumótum. Ég giska á að þú sért heit en mig grunar að með öllum SMS-unum, spjallinu, stefnumótunum og Facebook og Twitter þá sértu búin að sýna of mikið á bara tveimur vikum. Lykillinn er að vera fjörug og tælandi án þess að gefa allt of mikið upp.

Hvernig ertu í hnjánum? Gott. Vertu tilbúin að falla á hnén. Ég ætla benda þér á bestu bók um daður síðan Evelina eftir Fanny Burney kom út. Ég eyddi kvöldi með höfundunum Debru Goldstein og Olivia Baniuszewicz og ég lofa þér að enginn maðurinn mun hætta með þér ef þú ferð eftir bókinni Flirtexting: How to Text Your Way Into His Heart. Mundu að markmiðið með daðri er ást. Undirstaða ástarinnar er óvissa.

mb.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál