Sló sér upp með tengdamömmu sinni

Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég hitti konuna mína þegar við vorum í háskóla. Mamma hennar var vel útlítandi og indæl, en eftir því sem tíminn leið urðum við nánari. Eitt leiddi af öðru og að lokum vorum við farin að kúra, fyrst fullklædd og síðan nakin. Hún var aldrei í neinum nærfötum og ég elskaði það. Til að draga þetta saman stunduðum við munnmök nokkrum sinnum og höfðum samfarir tvisvar. Hún kenndi mér nýja hluti, hjálpaði mér að þroskast og upplifa lífið á máta sem fæstir gera. Að lokum hættum við að hittast þegar hún flutti í annað fylki, en ég hætti aldrei að hugsa um hana,“ segir í bréfi sem ráðvilltur lesandi sendi sambandsráðgjafa tímaritsins Elle.

„Eftir að við gengum í hjónaband játaði ég allt fyrir konunni minni. Hún sagði að hana hefði grunað þetta, en var samt reið við mig um nokkurt skeið. Síðan játaði hún fyrir mér að það kæmi henni til að ímynda sér hvað hefði gerst. Þá varð ég ofurspenntur, og nú erum við farin að leika hlutverkaleik í bólinu. Er þetta eðlilegt?“

Ráðgjafinn svaraði um hæl, og var ekkert að skafa utan af því.

„Þú ömurlegi þöngulhaus, látum okkur sjá. Konan sem kenndi þér „að lifa lífinu“ er ekki lengur inni í myndinni. Indæla eiginkonan, sem þú sveikst, laugst að og sveikst yfirgaf þig ekki. Hún úthúðaði þér ekki einu sinni, heldur eru bólfarirnar með þér núna mun meira spennandi. Hvað get ég sagt? Þú ert einn af þessum óviðráðanlega heppnu einstaklingum sem sleppur óskaddaður frá því að hafa hagað sér ósæmilega. Þannig að nei, ég ætla ekki að vara reið við þig. Hunsaðu bara fyrirlitningarsvipinn sem skín úr andlitinu á mér.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál