Fimm leiðir að rómantískara kynlífi

Nauðsynlegt er að halda rómantíkinni á lofti í samböndum.
Nauðsynlegt er að halda rómantíkinni á lofti í samböndum. Ljósmynd / Getty Images

Kynlíf er alls ekki það eina sem skiptir máli í samböndum, en ef þið náið að beisla mátt rómantíkurinnar sem gleymist oft í hinum grámyglulega hversdagsleika, getur það verið ákaflega gott fyrir sambandið. Vefurinn Prevention hefur tekið saman fimm ráð sem hjálpa til við að hleypa smá rómantík í svefnherbergið.

Lærðu að meta sjálfa/n þig
Þér þarf að líða vel með sjálfa/n þig en það má ástunda sjálfsást með ýmsum hætti, hvort sem þú kýst að fara í bað, drekka góðan tebolla, spjalla við vini eða fara í nudd. Ef þú vilt stunda frábært rómantískt kynlíf þarftu að kunna að meta sjálfa/n þig.

Skipuleggið gæðastund
Skipuleggið gæðastund í sameiningu. Þið getið til að mynda ákveðið að eyða heilum degi í að gera eitthvað skemmtilegt saman, eða nokkrum klukkustundum ef tíminn er af skornum skammti.

Komdu þér í gírinn
Farðu í ræktina, skelltu þér í notalegt bað eða dekraðu við þig á annan hátt. Síðan getur þú valið föt sem þér líkar við og hresst örlítið upp á útlitið. Þér mun líða vel með sjálfa/n þig og geisla af sjálfstrausti þegar þú hittir betri helminginn.

Byggðu upp spennu
Sniðugt getur verið að senda maka sínum sæt eða daðursleg skilaboð af og til áður en þið hittist. Þá ætti nú aldeilis að hitna í kolunum.

Ekki gleyma augnsambandinu
Ekki vanmeta augnsambandið. Það hjálpar ykkur að tengjast nánari böndum, slaka betur á og líða betur með hvort öðru.

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál