Ógeðfelld bón eiginmannsins olli hugarangri

Ljósmynd / Getty Images

„Kona hringdi í mig til að segja mér að eiginmaður hennar vildi að hún gerði nokkuð „óvenjulegt“ en hún gat ekki fengið af sér að lýsa því í gegnum síma. Það eina sem hún var tilbúin að láta uppi var að hún elskaði manninn sinn og vildi gera hann hamingjusaman, en vissi þó ekki hvort hún gæti fengið það af sér að uppfylla þessa ósk hans,“ sagði sálfræðingurinn og sambandsráðgjafinn Stephanie Buehler í samtali við Women‘s Health, en hún var fengin til þess að rifja upp það skringilegasta sem hún hafði orðið vitni að á starfsferli sínum.

„Þegar hún mætti á skrifstofuna gaf hún mér ýmsar upplýsingar um manninn sinn, að hann væri framkvæmdastjóri, fyrrverandi afreksmaður í íþróttum og svo framvegis. Loksins ældi hún út úr sér að maðurinn hennar vildi að hún myndi sofa hjá heimilishundinum. Síðan spurði hún hvort hún þyrfti nokkuð að verða við óskum hans.“

„Þetta var ekki í fyrsta skipti sem ég hafði heyrt minnst á dýrahneigð þannig að það olli mér ekki jafnmiklum áhyggjum og sú staðreynd að hún vissi ekki svarið við spurningunni. Að sjálfsögðu ætti enginn að láta þvinga sig til að gera eitthvað hann vill ekki. Eftir að hafa rætt við hana sannfærðist hún loks um að hún væri í fullum rétti til að neita bón eiginmannsins.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál