Verra kynlíf hjá þeim sem trúa á sálufélaga

Gott kynlíf krefst vinnu.
Gott kynlíf krefst vinnu. Ljósmynd / Getty Images

Það hægt að skipta fólki niður í tvo hópa. Annars vegar þeir sem trúa því að gott kynlíf sé til komið vegna þess að fólk á góð samskipti og hins vegar þeirra sem trúa því að fólk eigi sér eins konar kynlífssálufélaga. Women’s Health greindi frá rannsókn sem sýndi fram á að þeir sem tilheyrðu fyrrnefndum hópi væru ánægðari með kynlífið sitt.

Í rannsókninni var byrjað á því að komast að því hvort fólk trúði á það að kynlífið myndi verða betra með tímanum og auknum samskiptum eða það væru til ákveðin kynlífsörlög. Eftir það átti fólk að segja til um hversu ánægt það væri með kynlífið sitt. Í ljós kom að þeir sem gerðu sér grein fyrir því að fólk þyrfti að vinna fyrir góðu kynlífi voru ánægðari með kynlífið og samband sitt.

Það sem er áhugavert við rannsóknina er að karlmenn voru líklegri en konur til þess að trúa á sálufélaga. „Þessar niðurstöður koma mörgum á óvart þar sem margir halda að konur hugsi meira um hina rómantísku sálufélagahugmynd,“ sagði Jessica Maxwell, aðalrannsakandi rannsóknarinnar. En vísindamennirnir halda að ástæðan sé sú að konur þurfa að hafa meira fyrir því að stunda fullnægjandi kynlíf og þess vegna eru þær líklegri til þess að trúa því að gott kynlíf krefjist vinnu.

Karlar eru líklegri til þess að trúa á sálufélaga í …
Karlar eru líklegri til þess að trúa á sálufélaga í kynlífi. mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál