Fjórar leiðir að bættu sjálfstrausti

Ljósmynd / Getty Images

Flest viljum við ná langt í lífinu og koma hlutum í verk sem við erum stolt af. Stundum er þó hængur á, því oft vantar upp á sjálfstraustið.

Pistlahöfundur Entrepreneur segir það vera í okkar valdi að þagga niður í eigin efasemdaröddum sem reyna að telja okkur trú um að við getum ekki náð árangri. Það þýðir víst ekki að sitja bara á bossanum og bíða eftir sjálfstraustinu.

Tileinkaðu þér „valdastöður“
Rannsóknir hafa sýnt fram á að líkamsstaða getur haft áhrif á andlega líðan. Byrjaðu daginn á því að standa bein/n í baki, þenja brjóstkassann og tylla höndum á mjaðmir. Þetta getur bæði aukið sjálfstraust og dregið úr kvíða. Gott er að halda stöðunni í tvær mínútur og einbeita sér að andardrættinum á meðan.

Farðu með jákvæðar staðhæfingar
Jákvæðar staðhæfingar geta verið afar áhrifaríkar, en þá þarf að vanda sig. Gott er að hreyfa sig á meðan þú ferð með staðhæfingarnar, svo sem að ganga eða skokka. Farðu upphátt með staðhæfingarnar, og ef enginn er nálægur getur þú jafnvel hrópað þær. Þyldu þær upp í 15 mínútur, eða svo, að fara einu sinni eða tvisvar með staðhæfingu gerir lítið gagn.

Sýndu ákveðni
Taktu ákvörðun, og stattu við hana.

Framkvæmdu hlutina
Ef þú vilt sigrast á óttanum stoðar lítið að sitja heima og hugsa um hann, enda er gott fyrir sjálfstraustið að prufa nýja hluti. Þá er gott að hafa þrjár spurningar í huga, hvaða ætlar þú að gera í dag til að hugsa út fyrir kassann, hvaða áskorun mun neyða þig út fyrir þægindarammann og hver er þinn stærsti ótti sem þú ætlar að sigrast á?

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál