Átta leiðir til þess að káfa á karlinum

Það má bæta kynlífið með því að vita hvaða líkamshlutar …
Það má bæta kynlífið með því að vita hvaða líkamshlutar eru sérstaklega næmir. mbl.is/Thinkstockphotos

Konur kannast ef til vill við það að sumir líkamshlutar séu næmari en aðrir. Örvun á þessum stöðum getur gert kynlífið enn betra. Líkamshlutar kvenna og karla eru mismunandi og því er gott að vera með á hreinu hvaða líkamspartar á karlmönnum eru sérstaklega næmir. Shape fór yfir hvaða svæði ætti ekki að láta ósnert.

Iljarnar

Karlmenn eru með fleiri taugaenda í iljunum en konur. Það er því ráð að byrja forleikinn á því að gefa honum fótanudd.

F-bletturinn

Frenelum eins og það kallast á fagmáli er haftið sem liggur frá forhúðinni og festist á reðurhúfuna í grennd við þvagrásaropið og er sérstaklega næmt og er stundum borið saman við snípinn hjá konum. Það ætti að vera sterkur leikur að strjúka með höndum og láta tunguna leika um þetta viðkvæma svæði.

Inni í rassinum

Ef farið er með sirka þrjá fjórðu hluta fingurs inn í rass karlsins má finna fyrir einhverju sem líkist valhnetu. Þetta er svæði með miklum taugaendum og svipar til G-bletts konunnar. Með því að nudda þennan blett geturðu gefið karlmönnum góða fullnægingu. Þetta er hins vegar viðkvæmur staður og það mætti ræða um þetta op áður en farið er inn í svefnherbergi svo engar óvæntar uppákomur komi upp.

Þumallinn

Margir einbeita sér að kynfærunum þegar kemur að kynferðislegum strokum en með því að færa athyglina að líkamssvæðum ótengdum kynfærum tekurðu kynlífið á næsta stig. Sérfræðingur Shape segir að mörgum karlmönnum þyki sérstaklega æsandi að láta sleikja á sér þumalinn.

Rasskinnarnar

Þar sem læri og rasskinn mætast er viðkvæmt svæði og getur það verið ástæðan fyrir því að sumum finnst gott að láta rassskella sig. Þetta svæði er hægt að strjúka rólega og síðan rassskella eða jafnvel kyssa í forleik.

Spjaldhryggurinn

Það eru taugaendar í spjaldhryggnum sem er tengdir við kynfærin þannig að með því að örva spjaldhrygginn getur líkaminn sent tilfinningu út í aðra líkamshluta. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á að örvun á þessi svæði getur endað með fullnægingu.

Geirvörtur

Ef þú ert með manni sem kann vel við þetta getur verið gott að kyssa og sjúga geirvörturnar en einnig má strjúka og jafnvel klípa þær.

Pungurinn

Typpið á það til að fá alla athyglina og pungurinn gleymist. Það er gott að örva lausu húðina sem er utan um eistun. Þetta er hins vegar mjög viðkvæmt svæði þannig gott er að láta viðkomandi leiðbeina sér þegar komið er við þetta svæði.

Iljarnar eru fullar af taugaendum.
Iljarnar eru fullar af taugaendum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál