Féll fyrir kvæntum yngri manni

Ljósmynd / Getty Images

„Ég var gift, en hef nú verið skilin í eitt og hálft ár. Eftir að hafa farið á nokkur misheppnuð netstefnumót hef ég nú fallið kylliflöt fyrir giftum manni sem er 11 árum yngri en ég. Við vorum kunningjar og spjölluðum aðallega um heilsu og líkamsrækt, en hann er íþróttaþjálfari. Með tímanum urðum við nánari, þar til við eyddum töfrandi morgni saman. Ég er jarðbundin kona og hélt að ég yrði aldrei hin konan. Satt best að segja er ég furðu lostin að ég sé í þeim sporum núna,“ segir í bréfi konu sem sendi inn nafnlausa hjálparbeiðni til Guardian.

„Ég legg mig fram við að hafa aldrei sambandi við hann að fyrra bragði, en hann hefur jafnvel samband nokkrum sinnum á dag. Það sem heillar mig við hann, ef hið frábæra kynlíf er frátalið, er fallegt hjartalag hans. Við getur spjallað tímunum saman um náttúruna, börnin okkar, maka og fyrrverandi maka og lífið almennt. Ég er nú þegar svolítið ástfangin af honum, en átta mig á því að ef ég leyfi mér að falla algerlega fyrir honum leiðir það til ástarsorgar. Ég er reiðubúin að taka áhættuna, en þýðir það að ég sé einungis þarna til að fullnægja þörfunum sem konan hans getur ekki gert?“

Margir netverjar hafa lagt orð í belg til þess að liðsinna konunni, og eru svörin æði miðsjöfn. Einn sagði til að mynda:

„Móðir mín ráðlagði mér einu sinni að taka aldrei þátt í ástarþríhyrningi og það var gott ráð sem ég vildi að ég hefði farið eftir. Í þrjú ár var ég í slagtogi við mann sem átti maka. Hann stjórnaði aðstæðunum þannig að þær væru honum í hag og laug að okkur báðum. Hann sagði mér að hann vildi ekki vera með konunni sinni, en gæti ekki sagt skilið við hana þar sem hún myndi líklega fremja sjálfsvíg. Þessu lauk loksins þegar hún varð ólétt, en það kom í ljós að þau höfðu verið að reyna að eignast barn í nokkurn tíma. Á þessum þremur árum missti ég næstum geðheilsuna og það sama má segja um konuna hans. Ég missti einnig nokkra af vinum mínum, sjálfsvirðinguna, vinnuna mína og orðspor mitt. Í 99% tilfella er þriðja hjólinu kennt algerlega um hvernig fer. Þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvernig ég gat komið mér í svona ömurlegar aðstæður og hvernig ég gat leyft honum að stjórna mér og kúga mig andlega í svo langan tíma.“

Þá sagði annar:

„Ég átti eitt sinn í sambandi við kvæntan mann og blekkti sjálfa mig allt of lengi til að halda að honum væri ekki sama um mig og að hann stæði ekki bara í þessu sambandi til þess að ná mér í bólið. Eins og þú lýsir honum þykir mér líklegt að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann er ótrúr og að það séu jafnvel fleiri konur en þú.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is

Svona veistu hvort hann sé skotinn í þér

Í gær, 22:34 Segir þú brandara og hin manneskja hlær og finnst þú vera fyndin? Ef svo er er líklegt að manneskja laðist að þér. Þetta er fljótleg leið til að komast að því hvort fólk sé hrifið af manni eða ekki. Samkvæmt rannsóknum virkar hún líka. Meira »

Kjólaveisla á rauða dreglinum í Cannes

Í gær, 19:34 Stjörnurnar keppast um að mæta í flottasta dressinu á rauða dregilinn í Cannes þessa dagana. Á meðan sumar velja að fara í fallega og elegant kjóla taka aðrar áhættu og mæta í stuttum og flegnum kjólum. Meira »

18 milljóna demantshringur í Costco

Í gær, 16:34 Ætlar þú að biðja unnustu þinnar á næstunni og vantar hring? Ef þig langar til að vera mesti greifi landsins þá er Smartland búið að finna rétta hringinn. Það er að segja ef þú átt 18 milljónir á lausu. Meira »

„Einmanaleikinn er að buga mig“

Í gær, 14:21 Íslenskur maður um þrítugt berst við mikla höfnun sem kallar á mikinn einmanaleika. Hvað er til ráða?   Meira »

Þóra og Melania báðar í svörtu

Í gær, 11:21 Þóra Margrét Baldvinsdóttir, eiginkona Bjarna Benediktssonar, og Melania Trump voru báðar svartklæddar á fundi í Brussel.   Meira »

Kjarneplið skráð fyrir 100 milljóna eign

Í gær, 10:00 Kjarneplið ehf. sem stofnað var af Sturlu Míó Þórissyni er skráð fyrir húseigninni Sólvallagötu 16, sem stendur við hlið 459 fm einbýlis Andra Más Ingólfssonar. Meira »

Vilja menn sem líkjast bræðrum sínum

í fyrradag Konur vilja ekki menn sem líkjast feðrum sínum heldur bræðrum sínum samkvæmt nýrri rannsókn. Á þetta við um þig?  Meira »

Sex hlutir sem gerast ef þú sefur ekki nóg

Í gær, 07:00 Svefn er lífsnauðsynlegur og hefur áhrif á ótrúlega margt í líkamsstarfseminni. Margir halda að það sé allt í lagi að sofa bara sex klukkutíma en bara það að sofa minna en sjö tíma getur til dæmis aukið líkur á offitu. Meira »

Sjálfsfróun á blæðingum bætir heilsuna

í fyrradag Margar konur sleppa því að stunda sjálfróun á blæðingum. Þær ættu ekki hins vegar ekki að vera hræddar við það og margt sem bendir til þess að það gæti verið ánægjulegri upplifun en vanalega. Meira »

Stór blóm með sterka liti

í fyrradag Sigríður hjá Gróðrarstöðinni Mörk segir að kenningar séu til um að tískan í blómunum haldist í hendur við fatatískuna. Sólbrúður, hortensía og hengibrúðarauga ættu að prýða marga garða í sumar. Meira »

Verönd og útsýni fyrir allan peninginn

í fyrradag Jeff Bridges seldi nýlega hús sitt í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Arkitektúr hússins er innblásinn af Toskana-stíl. Nóg af útivistarverum er við húsið og örugglega frábært að njóta kvöldsólarinnar þar. Meira »

Kjóllinn sem spariguggurnar slást um

í fyrradag Brúðkaup ársins í Bretlandi var án efa þegar Pippa Middleton gekk að eiga James Matthews. Spariklæddir gestir í streymdu í brúðkaupið en þar á meðal var Aldís Kristín Firman Árnadóttir. Aldís klæddist bláum Margot kjól frá Roksanda. Við kjólinn var hún í húðlituðum sokkabuxum og húðlituðum skóm. Meira »

Fékk alveg frjálsar hendur

í fyrradag Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður fékk það verkefni að hanna 12 fm baðherbergi í nýlegu húsi. Húsið var tilbúið til innréttinga þegar hún var ráðin í verkið síðasta vor. Steinn mætir speglum og er svarti liturinn áberandi. Meira »

Átti að svelta sig fyrir tískusýningu

24.5. Dönsku fyrirsætunni Ulrikke Louise Lahn Høyer var sagt að svelta sig í sólahring fyrir tískusýningu Louis Vuitton sem hún var bókuð á. Høyer stalst til að fá sér morgunmat og að lokum fékk hún ekki að taka þátt í sýningunni. Meira »

Dúndrandi teiti í Hvalasafninu

í fyrradag Það var stemning í Hvalasafninu þegar Hvalapartý ársins var haldið þar á bæ. Boðið var upp á nóg af vatni og víni, Sirkus Íslands, Dj Viðar & Dýrið og svo var happdrætti. Meira »

Andri Már stendur í stórræðum

24.5. Andri Már Ingólfsson stendur í miklum framkvæmdum við fjórlyft hús sitt við Sólvallagötu 14 í Reykjavík. Þetta er ekki eina húsið sem hann á í götunni því hann er einnig skráður eigandi fyrir Sólvallagötu 2. Meira »