Féll fyrir kvæntum yngri manni

Ljósmynd / Getty Images

„Ég var gift, en hef nú verið skilin í eitt og hálft ár. Eftir að hafa farið á nokkur misheppnuð netstefnumót hef ég nú fallið kylliflöt fyrir giftum manni sem er 11 árum yngri en ég. Við vorum kunningjar og spjölluðum aðallega um heilsu og líkamsrækt, en hann er íþróttaþjálfari. Með tímanum urðum við nánari, þar til við eyddum töfrandi morgni saman. Ég er jarðbundin kona og hélt að ég yrði aldrei hin konan. Satt best að segja er ég furðu lostin að ég sé í þeim sporum núna,“ segir í bréfi konu sem sendi inn nafnlausa hjálparbeiðni til Guardian.

„Ég legg mig fram við að hafa aldrei sambandi við hann að fyrra bragði, en hann hefur jafnvel samband nokkrum sinnum á dag. Það sem heillar mig við hann, ef hið frábæra kynlíf er frátalið, er fallegt hjartalag hans. Við getur spjallað tímunum saman um náttúruna, börnin okkar, maka og fyrrverandi maka og lífið almennt. Ég er nú þegar svolítið ástfangin af honum, en átta mig á því að ef ég leyfi mér að falla algerlega fyrir honum leiðir það til ástarsorgar. Ég er reiðubúin að taka áhættuna, en þýðir það að ég sé einungis þarna til að fullnægja þörfunum sem konan hans getur ekki gert?“

Margir netverjar hafa lagt orð í belg til þess að liðsinna konunni, og eru svörin æði miðsjöfn. Einn sagði til að mynda:

„Móðir mín ráðlagði mér einu sinni að taka aldrei þátt í ástarþríhyrningi og það var gott ráð sem ég vildi að ég hefði farið eftir. Í þrjú ár var ég í slagtogi við mann sem átti maka. Hann stjórnaði aðstæðunum þannig að þær væru honum í hag og laug að okkur báðum. Hann sagði mér að hann vildi ekki vera með konunni sinni, en gæti ekki sagt skilið við hana þar sem hún myndi líklega fremja sjálfsvíg. Þessu lauk loksins þegar hún varð ólétt, en það kom í ljós að þau höfðu verið að reyna að eignast barn í nokkurn tíma. Á þessum þremur árum missti ég næstum geðheilsuna og það sama má segja um konuna hans. Ég missti einnig nokkra af vinum mínum, sjálfsvirðinguna, vinnuna mína og orðspor mitt. Í 99% tilfella er þriðja hjólinu kennt algerlega um hvernig fer. Þegar ég horfi til baka skil ég ekki hvernig ég gat komið mér í svona ömurlegar aðstæður og hvernig ég gat leyft honum að stjórna mér og kúga mig andlega í svo langan tíma.“

Þá sagði annar:

„Ég átti eitt sinn í sambandi við kvæntan mann og blekkti sjálfa mig allt of lengi til að halda að honum væri ekki sama um mig og að hann stæði ekki bara í þessu sambandi til þess að ná mér í bólið. Eins og þú lýsir honum þykir mér líklegt að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann er ótrúr og að það séu jafnvel fleiri konur en þú.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is

Korter í áttrætt með hárlengingar

10:05 Jane Fonda mætti mætti í bleikum kjól með hárlengingar og sléttað hár á Emmy-verðlaunahátíðina. Hárgreiðslan var ágætis tilbreyting frá annars fallega liðaða hárinu sem hún hefur skartað að undanförnu. Meira »

Er hægt að stækka brjóst með fituflutningi?

08:30 Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, er spurð að því hvort hægt sé að stækka brjóst með því að sjúga fitu af öðrum líkamshlutum. Meira »

„Ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu“

Í gær, 23:59 „Í hvert skipti sem ég hitti konu, ég veit ekki, ég þjáist af mjög sérstökum félagslegum klaufaskap. Það er erfitt fyrir mig að virka á allan hátt, þar á meðal að anda. Afleiðingin: ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu.“ Meira »

Vann sig í gegnum erfiða lífsreynslu

Í gær, 21:00 „Á þessum tíma var ég að vinna mig frá erfiðum tímabilum sem höfðu bankað upp á í mínu lífi og ég bara verð að viðurkenna að það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég lærði markþjálfunina og í framhaldinu einnig NLP-markþjálfun.“ Meira »

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Í gær, 18:00 „Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir. Meira »

Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

Í gær, 15:00 „Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni.“ Meira »

Áföllin komu Thelmu áfram

í gær Thelma Dögg Guðmundsen opnaði sinn eigin vef á dögunum, Guðmundsen.is. Sjálf kynntist ég Thelmu örlítið þegar hún keppti í Ísland Got Talent í fyrra en hún syngur ákaflega vel og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Thelma segir að áföll í lífinu hafi komið henni á þann stað sem hún er núna á. Meira »

Spikið burt með einum plástri

Í gær, 12:17 Vísindamenn eru að þróa plástra sem geta minnkað fitu um 20 prósent. Bráðum getum við sleppt því að fara í ræktina og plástrað á okkur líkamann. Meira »

Baðkarið var í eldhúsinu

í gær Hollywood-stjörnur á borð við Susan Sarandon búa yfirleitt í glæsihýsum en það er ekki þar með sagt að þær hafi alltaf gengið um á marmara. Meira »

Trúboðastellingin sú næsthættulegasta

í fyrradag Nú er það komið í ljós að gamla góða rólega trúboðastellingin er alls ekki eins einföld og fólk heldur.   Meira »

Fallegt hönnunarhús í Hafnarfirði

í fyrradag Við Miðholt í Hafnarfirði stendur glæsilegt 199 fm einbýli sem byggt var 1992. Hugsað er út í hvert smáatriði í húsinu.   Meira »

Brjóstastækkun eftir barnsburð

í fyrradag Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað hún þurfi að bíða lengi eftir barnsburð til að láta laga á sér brjóstin. Meira »

Þessar tóku feilspor á rauða dreglinum

í fyrradag Það er ekki alltaf hægt að mæta best klæddur á rauða dregilinn. Reese Witherspoon og Modern Family-stjörnurnar Ariel Winter og Sarah Hyland fengu að finna fyrir því á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira »

Bergur Þór Ingólfsson stjarna kvöldsins

18.9. 1984 í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Ekki varð þverfótað fyrir þekktu fólki á frumsýningunni. Meira »

Réttar æfingar fyrir hvern líkamsvöxt

17.9. Það gæti verið að uppáhaldslíkamsræktaræfingin þín sé ekki að gera mikið fyrir þig. Hvort er þú þéttvaxinn, grannvaxinn eða kraftmikill? Meira »

Grindarbotnsvöðvarnir láta þig planka rétt

17.9. Það eru ekki bara nýbakaðar mæður sem eiga gera grindarbotnsvöðvaæfingar. Ef þú nærð til dæmis ekki að virkja grindarbotnsvöðvana í planka er staðan ekki rétt. Meira »

Einkabörn halda oftar framhjá

í fyrradag Slæmar fréttir fyrir þá sem eru í sambandi með einkabarni en samkvæmt nýjustu tölum eru þau mun líklegri til þess að halda framhjá maka sínum. Meira »

„Hrein bilun að gefa ómálga barni ís“

18.9. Sigrún Þorsteinsdóttir, klínískur sálfræðingur og umsjónarmaður vefsíðunnar Café Sigrún, hefur ekki borðað sykur í fjöldamörg ár. Meira »

Fjórar ferskar munnmakastellingar

17.9. Það liggur beinast við fyrir konur að liggja á bakinu þegar þeim eru veitt munnmök. Hins vegar er ekki bara gott að breyta aðeins til öðru hverju heldur bráðnauðsynlegt. Meira »

Elskar fellingarnar vegna nektar-jóga

17.9. Fyrir tveimur árum uppgötvaði hin 28 ára Jessa O'Brien nektar-jóga og lærði þannig að elska sjálfa sig.   Meira »