Misheppnaður og kominn á Tinder

mbl.is/ThinkstockPhotos.

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá ráðvilltum nýfráskildum manni. 

Hæ!

Ég er nýskilinn og misheppnaður að eigin mati. Búnn að fara svolítið langt niður eftir að ég skildi. Hjónabandið fór í vaskinn því ég var sinnulaus og áhugalaus um allt. Nú er svo komið að ég er fluttur út. Miðað við aldur og fyrri störf hélt ég mögulega að um mig yrði slegist þegar ég kæmi út á markaðinn, en það virðist ekki alveg vera raunin.

Ég er kominn á Tinder og það virðist einhvern veginn vera þannig að allar stelpurnar sem ég læka líta mjög vel út á mynd en þegar ég hitti þær þá eru þær yfirleitt ekki mjög spennandi.

Núna er staðan þannig að mig langar bara í mitt gamla líf til baka. Ég veit að ég var fáviti og konan mín er aldrei að fara að taka mig aftur heim. En ertu með einhver ráð hvernig ég gæti mögulega klórað mig inn aftur?

Kær kveðja,

X

Góðan daginn X og takk fyrir spurninguna.

Það er góð leið að einbeita sér að því að bæta sjálfan sig og vinna með það sem stendur manni fyrir þrifum. Það er í raun ekki hægt að tapa á slíkri vinnu af því að sama hver útkoman verður hvað aðra hluti varðar, svo sem samböndin, þá ertu alla vega búinn að vinna að því að vera besta útgáfan af sjálfum þér. Slík vinna ætti alltaf að vera með það fyrir augum að þér líði betur en ekki bara til þess að ná í fyrrverandi konuna aftur.

Hluti af því sem ég mæli með að þú styrkir er þín eigin sjálfsmynd. Þó svo að þú hafir ekki alltaf gert það sem best væri á kosið er langur vegur frá því að þú sért „misheppnaður“ eða „fáviti“ eins og þú nefnir. Þú ert bara fullkomlega ófullkominn eins og við hin, ert jafnmikils virði og allir aðrir og hefur jafnan möguleika og aðrir að líða betur með sjálfan þig.

Þú nefnir nokkur atriði í þínu fari sem þú ert meðvitaður um að mættu betur fara og þá góð byrjun að vinna að því að bæta þau. Þrátt fyrir að þú viljir þitt gamla líf aftur er ekki víst að fyrrverandi konan þín vilji það miðað við lýsinguna sem þú gefur. Ef hún veltir því fyrir sér á einhverjum tímapunkti að hefja sambandið aftur, þá er líklegra að hún líti það jákvæðum augum ef þú hefur lagt þig fram við að styrkja þig og bæta. Það væri auðvitað hægt að mæla með klassískum rómantískum leiðum eins og að koma á framfæri fallegum orðum, blómum, gjöfum og öðru þess háttar en ef því fylgir ekki einlægur ásetningur um að breyta óæskilegri hegðun, er líklegt að fljótt sjáist í gegnum plottið.

Allar konur eiga skilið að mennirnir þeirra sýni þeim virðingu, áhuga og traust. Ef þú vilt fá fyrrverandi konuna þína aftur, þá ættir þú að sýna það í verki og leggja þig allan fram. Hvort þú náir að „klóra þig inn aftur“ er svo hennar að ákveða.

Með bestu kveðju, 

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Korter í áttrætt með hárlengingar

10:05 Jane Fonda mætti mætti í bleikum kjól með hárlengingar og sléttað hár á Emmy-verðlaunahátíðina. Hárgreiðslan var ágætis tilbreyting frá annars fallega liðaða hárinu sem hún hefur skartað að undanförnu. Meira »

Er hægt að stækka brjóst með fituflutningi?

08:30 Þórdís Kjartansdóttir, lýtalæknir á Dea Medica, er spurð að því hvort hægt sé að stækka brjóst með því að sjúga fitu af öðrum líkamshlutum. Meira »

„Ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu“

Í gær, 23:59 „Í hvert skipti sem ég hitti konu, ég veit ekki, ég þjáist af mjög sérstökum félagslegum klaufaskap. Það er erfitt fyrir mig að virka á allan hátt, þar á meðal að anda. Afleiðingin: ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu.“ Meira »

Vann sig í gegnum erfiða lífsreynslu

Í gær, 21:00 „Á þessum tíma var ég að vinna mig frá erfiðum tímabilum sem höfðu bankað upp á í mínu lífi og ég bara verð að viðurkenna að það opnaðist nýr heimur fyrir mér þegar ég lærði markþjálfunina og í framhaldinu einnig NLP-markþjálfun.“ Meira »

Mjög erfitt á köflum með tvo litla skæruliða

Í gær, 18:00 „Allt í einu á ég lítið barn sem ég ber ábyrgð á að vaxi og dafni á meðan það lærir á lífið. Það er yndisleg tilfinning að fá svona litla mannveru í hendurnar og takast á við þau verkefni sem fylgja því,“ segir Olga Helena Ólafsdóttir. Meira »

Tíu plastlausir andlitsskrúbbar

Í gær, 15:00 „Almenningur er farinn að átta sig á áhrifum plastnotkunar en örplast í snyrti- og hreinsivörum, sérstaklega í skrúbbum og tannkremum, er byrjað að valda mikilli umhverfismengun í hafinu. Örplast er eins og svampur og drekkur í sig eiturefni umhverfis það, fiskarnir gleypa örplastið, við borðum fiskinn og þannig veldur þessi hringrás því að við erum að innbyrða þessi hættulegu efni.“ Meira »

Áföllin komu Thelmu áfram

í gær Thelma Dögg Guðmundsen opnaði sinn eigin vef á dögunum, Guðmundsen.is. Sjálf kynntist ég Thelmu örlítið þegar hún keppti í Ísland Got Talent í fyrra en hún syngur ákaflega vel og heillaði áhorfendur upp úr skónum. Thelma segir að áföll í lífinu hafi komið henni á þann stað sem hún er núna á. Meira »

Spikið burt með einum plástri

Í gær, 12:17 Vísindamenn eru að þróa plástra sem geta minnkað fitu um 20 prósent. Bráðum getum við sleppt því að fara í ræktina og plástrað á okkur líkamann. Meira »

Baðkarið var í eldhúsinu

í gær Hollywood-stjörnur á borð við Susan Sarandon búa yfirleitt í glæsihýsum en það er ekki þar með sagt að þær hafi alltaf gengið um á marmara. Meira »

Trúboðastellingin sú næsthættulegasta

í fyrradag Nú er það komið í ljós að gamla góða rólega trúboðastellingin er alls ekki eins einföld og fólk heldur.   Meira »

Fallegt hönnunarhús í Hafnarfirði

í fyrradag Við Miðholt í Hafnarfirði stendur glæsilegt 199 fm einbýli sem byggt var 1992. Hugsað er út í hvert smáatriði í húsinu.   Meira »

Brjóstastækkun eftir barnsburð

í fyrradag Íslensk kona spyr Þórdísi Kjartansdóttur lýtalækni hvað hún þurfi að bíða lengi eftir barnsburð til að láta laga á sér brjóstin. Meira »

Þessar tóku feilspor á rauða dreglinum

í fyrradag Það er ekki alltaf hægt að mæta best klæddur á rauða dregilinn. Reese Witherspoon og Modern Family-stjörnurnar Ariel Winter og Sarah Hyland fengu að finna fyrir því á Emmy-verðlaunahátíðinni. Meira »

Bergur Þór Ingólfsson stjarna kvöldsins

18.9. 1984 í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar var frumsýnt í Borgarleikhúsinu á föstudagskvöld. Ekki varð þverfótað fyrir þekktu fólki á frumsýningunni. Meira »

Réttar æfingar fyrir hvern líkamsvöxt

17.9. Það gæti verið að uppáhaldslíkamsræktaræfingin þín sé ekki að gera mikið fyrir þig. Hvort er þú þéttvaxinn, grannvaxinn eða kraftmikill? Meira »

Grindarbotnsvöðvarnir láta þig planka rétt

17.9. Það eru ekki bara nýbakaðar mæður sem eiga gera grindarbotnsvöðvaæfingar. Ef þú nærð til dæmis ekki að virkja grindarbotnsvöðvana í planka er staðan ekki rétt. Meira »

Einkabörn halda oftar framhjá

í fyrradag Slæmar fréttir fyrir þá sem eru í sambandi með einkabarni en samkvæmt nýjustu tölum eru þau mun líklegri til þess að halda framhjá maka sínum. Meira »

„Hrein bilun að gefa ómálga barni ís“

18.9. Sigrún Þorsteinsdóttir, klínískur sálfræðingur og umsjónarmaður vefsíðunnar Café Sigrún, hefur ekki borðað sykur í fjöldamörg ár. Meira »

Fjórar ferskar munnmakastellingar

17.9. Það liggur beinast við fyrir konur að liggja á bakinu þegar þeim eru veitt munnmök. Hins vegar er ekki bara gott að breyta aðeins til öðru hverju heldur bráðnauðsynlegt. Meira »

Elskar fellingarnar vegna nektar-jóga

17.9. Fyrir tveimur árum uppgötvaði hin 28 ára Jessa O'Brien nektar-jóga og lærði þannig að elska sjálfa sig.   Meira »