„Mun ég missa af ástinni?“

Konunni gengur vel í vinnunni en hefur áhyggjur af einkalífinu.
Konunni gengur vel í vinnunni en hefur áhyggjur af einkalífinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Ung kona á framabraut leitaði til ráðgjafa Elle vegna þess að hún er hrædd um að framinn væri að koma í veg fyrir að hún eignaðist kærasta.

Kæra E. Jean. Ég stend á mjög spennandi tímapunkti í mínu líf – mjög spennandi. Ég er 25 ára og var að byrja með mitt eigið fyrirtæki. Tækifærin streyma inn. Ég er drífandi. Ég er full andagiftar. Ég er loksins þar sem ég hef alltaf viljað vera, þannig að þetta er skrítin spurning. Ég elska að að búa ein, að gera hluti á minn hátt, bara fyrir mig, á minn hátt. En ég hef áhyggjur af því að ég muni ekki hitta gáfaðan og kynþokkafullan mann ef ég held áfram á þessum hraða. Ef ég held mig við viðskiptaplanið og að búa ein, mun ég missa af ástinni?

E. Jean hafði ekki miklar áhyggjur af ungu konunni. Heyrðu mig nú. Þú ert fáránlega hæversk skrifaði ráðgjafinn. Ég er búin að lesa um litla frumkvöðlafyrirtækið þitt. Hættu að eyða tímanum þínum með því að skrifa mér tölvupósta. Farðu og dýfðu þér inn. Neistinn í þér er sterkari en kynlíf. Löng undursamleg elding, töfrandi bang á sér stað í fæðingu fyrirtækis. Þegar allt smellur og allar hugmyndirnar ganga upp, þetta er það augnablik. Hafðu áhyggjur af körlunum seinna.

Og þegar hlutirnir róast – þeir róast alltaf, af því að lífið fer upp og niður. Þá koma dagar þar sem þú hefur ekkert annað að gera en að sjúga plastfilmuna af hádegismatnum þínum. Sem er gott af því þú munt halda eitt af þessum New York-kokteilpartíum, svo yndisleg fyrir viðskipti og svo guðdómleg til þess að hitta menn.

Ef ég minntist á upp og niður, upp og niður í lífinu er það vegna þess ég er hrifin af lífstílsgúrúum sem geta talað um jafnvægi án þess að hlæja. Mitt ráð til frumkvöðla, kvenna og karla, er að stressa sig ekki of mikið á vinnunni… eða ástinni. Áhyggjur breyta fólki. Þannig að ekki plana neitt á sunnudagseftirmiðdögum.

Ráðgjafinn mælir með því að taka vinnuna ekki of alvarlega.
Ráðgjafinn mælir með því að taka vinnuna ekki of alvarlega. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál