Kókaín-neyslan bættist við drykkjuna

Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína.
Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína. mbl.is/StockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá margra barna móður sem komst nýlega að því að maðurinn hennar væri að nota fíkniefni. 

Sæll Valdimar,

Ástandið á heimili mínu hefur ekki verið upp á marga fiska mjög lengi. Maðurinn minn drekkur mikið en á dögunum komst ég að því að hann hefur verið að fá sér kókaín við og við. Aðallega um helgar þegar hann hittir vini sína. Hann segir að þetta sé ekki vandamál en ég verð að játa að þetta sló mig.

Hann hefur farið í margar meðferðir gegn áfengisfíkn sinni en svo virðist alltaf bætast ofan á eins og þessar nýjustu fréttir herma.

Ég veit þú segir við mig að ég eigi bara að skilja við hann og láta hann vita að farið hafi fé betra en einhvern veginn get ég það ekki. Við erum með fullt hús af börnum og ég treysti mér ekki til að vera ein með krakkastóðið.

Ertu með einhverja einfalda lausn fyrir mig svo ég geti lifað með ruglinu?

Kær kveðja,

Ein í bobba

 

Góðan daginn „ein í bobba“ og takk fyrir spurninguna.

Þegar kemur að vandamálum tengdum misnotkun á áfengi og öðrum vímugjöfum eru einfaldar lausnir ekki á hverju strái. Vandinn verður margflókinn og alvarlegur þegar þörfin fyrir vímugjafa er orðin svo mikil að óheilbrigt líf og erfiðleikar í nánum samböndum eru ekki nægar ástæður til að stöðva neysluna. Um það bil einn af hverjum fimm karlmönnum og ein af hverjum tíu konum leita til SÁÁ á einhverjum tímapunkti vegna erfiðleika í tengslum við áfengisdrykkju og/eða vímuefnaneyslu. Það er því ljóst að fjölmargir eru í hlutverki aðstandenda þessa fólks og standa frammi fyrir erfiðum verkefnum og ákvörðunum hvað þessi mál varðar. Því miður verða allt of margir meðvirkir ástandinu og týna sér í hugsunum, áhyggjum og gremju yfir hegðun þeirra sem eiga við vandann að stríða. Þessu fylgir gjarnan mikið ráðaleysi og vanmáttur yfir því að stíga einhver skref.

Góðu fréttirnar eru að það eru leiðir til þess að bæta líf sitt og líða betur þrátt fyrir að ytri aðstæður breytist jafnvel ekki. Það sem ég ráðlegg öllum er að setja skýr mörk og halda sig við þau. Það felur meðal annars í sér að „segja það sem manni finnst“ og „hvað það er sem maður vill“. Það er ekki þar með sagt að aðrir verði að fara eftir því sem maður segir, en allir hafa rétt á því að segja hvað þeim finnst og hvað þeir vilja og svo má ræða það betur hvort góð rök breyti einhverju þar um. Það getur enginn metið fyrir þína hönd hvort þú átt að fara úr sambandinu eða ekki, þú ein getur ákveðið það. Ef um ofbeldi er að ræða er mikilvægt að leita sér faglegrar aðstoðar hvað það varðar.

Ég mæli með því að þú vinnir að því að gera það sem er gott fyrir þig. Einbeitir þér að því sem skiptir þig máli og færir fókusinn af vandamálum makans eins og mögulegt er. Hann þarf að finna sína leið hvað þennan vanda varðar.

Það getur verið erfitt að taka fyrstu skrefin en um leið og þú ferð af stað kemur í ljós að leiðin er ekki eins kvíðvænleg og við erum búin að ímynda okkur. Til þess að hjálpa þér á þessari leið mæli ég til dæmis með fjölskyldunámskeiði hjá SÁÁ sem snýr að aðstandendum alkóhólista. Meðvirkninámskeið hjá Lausninni eru vettvangur sem margir nýta sér og einnig mæli ég með viðtölum hjá ráðgjafa sem þekkir til fíknitengdra vandamála og meðvirkni. Að lokum bendi ég á Al-anon samtökin sem góða leið til að viðhalda og styrkja þær aðferðir sem þú þarft að nota til þess að geta átt betra líf, hvort sem þú ákveður að vera áfram í sambandinu eða ekki.

Kær kveðja, 

Valdimar Þór Svarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Stal hárstílnum frá Leonardo DiCaprio

17:00 Kate Hudson er glæsileg með stuttklippt hárið og fer ótroðnar leiðir í leit að innblæstri. Það er ekki svo slæm hugmynd að leita eftir drengjakollsinnblæstri frá drengslegum Leonardo DiCaprio. Meira »

Snapchat-stjarnan Camy með tónleika

14:01 Camilla Rut er ekki bara hress á Snapchat heldur líka hæfileikarík söngkona. Camilla, sem er mikið jólabarn og finnst ómissandi að eiga góð náttföt á jólunum, ætlar að halda jólatónleika með eiginmanni sínum. Meira »

Skúli mætti með Grímu

11:20 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, var kjörinn markaðsmaður ársins 2017 hjá ÍMARK. Hann mætti með kærustu sína, Grímu Thorarensen. Meira »

Silfrað í lok ársins

09:00 Stjörnurnar mættu í silfruðu á frumsýningu Star Wars: The Last Jedi. Silfraði liturinn hæfir bæði efnistökum myndarinnar sem og árstímanum. Meira »

Elskar kærustuna en langar í trekant

Í gær, 22:20 „Hún er falleg og við stundum gott kynlíf. Ég er þó líka hrifinn af vinkonu hennar, sem lifir frjálslegu lífi. Ég get ekki hætt að hugsa um trekant og aðra afbrigðilega leiki.“ Meira »

64 ára með tískublogg ársins

Í gær, 19:20 Lyn Slater er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún er á hátindi fyrirsætuferils síns. Slater sem er háskólaprófessor sló í gegn á árinu 2017 fyrir flottan og töffaralegan stíl. Meira »

Tveggja hæða penthouse í 101

í gær Hvern dreymir ekki um tveggja hæða penthouse-íbúð á besta stað í 101 Reykjavík með útsýni út á sjó? Ef þú ert einn af þeim þá er þessi 121 fm íbúð við Klapparstíg 7 tilvalin fyrir þig. Meira »

Hárskrautið toppar jólahárið

í gær Hugrún Harðardóttir, hárgreiðslumeistari á Barbarella, er komin í hátíðarskap og segir að jólahártískan einkennist af miklum glamúr og að hárskraut hafi aldrei verið vinsælla. Meira »

Hlýlegt og nýmóðins í Kópavogi

í gær Við Ásaþing í Kópavogi stendur ákaflega huggulegt 257 fm raðhús á tveimur hæðum. Raðhúsið er með innbyggðum bílskúr og stendur á fallegum útsýnisstað. Björgvin Sæbjörnsson, arkitekt á arkitektastofunni Apparat, hannaði húsið að utan og innan. Meira »

Þegar lífið var „fullkomið“

í gær „Ég var áður fyrr ein af þessum brjálæðislega flottu húsmæðrum sem sá um að ekkert væri óhreint á heimili mínu fyrir jólin… silfrið var pússað, gluggar þvegnir og Guð forðaði mér iðulega frá því að skáparnir, ísskápurinn og ofninn urðu ekki út undan í þessari árlegu hreingerningu.“ Meira »

Heimsins flottasta hönnunarteiti

í fyrradag Það var glatt á hjalla á Skólavörðustígnum þegar Geysir svipti hulunni af glænýrri verslun sem sérhæfir sig í heimilisvöru. Geysir heima á Skólavörðustíg er svo sannarlega verslun fyrir fagurkera. Meira »

Þráir að komast á hundasleða

í fyrradag Þorbjörn Sigurbjörnsson, kennari og þriggja barna faðir í Kópavogi, ákvað að venja sig á að segja alltaf já, ekki nei, þegar hann var beðinn um eitthvað. Meira »

Pólitísk plott og átök

11.12. Það var glatt á hjalla þegar Björn Jón Bragason fagnaði útkomu bókar sinnar, Í liði forsætisráðherrans eða ekki? í Máli og menningu á Laugavegi. Bókin fjallar um pólitísk plott og hvað gerist að tjaldabaki í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi frá aldamótum. Meira »

Í 140 þúsund króna sokkum

11.12. Sokkar eru ekki bara sokkar, Gucci-sokkarnir sem söngkonan Rihanna klæddist á dögunum kosta meira en ársbirgðir af sokkum.   Meira »

Arnar Gauti verður listrænn stjórnandi

11.12. Arnar Gauti Sverrisson hefur verið ráðinn listrænn stjórnandi heimilissýningarinnar Lifandi heimili og hönnun sem fram fer í Laugardalshöll 1.-3. júní 2018. Sýningin var haldin í fyrsta skipti í fyrra undir nafninu Amazing home show en breyttu nafni fylgja breyttar áherslur. Meira »

Guðni Már skilinn

10.12. Guðni Már Henningsson útvarpsmaður á Rás 2 er skilinn við Mariu Ylfu Lebedeva sem er ljósmyndari. Eiríkur Jónsson greinir frá þessu. Meira »

Svona bjó Meghan þegar hún kynntist Harry

11.12. Áður en að Meghan Markle flutti í lítið hús við Kensington-höll bjó hún í leiguhúsnæði í Toronto. Húsið er kannski ekki mjög stórt en þó feiki nógu stórt fyrir þau Meghan, hundana hennar og Harry þegar hann kíkti í heimsókn. Meira »

Þetta er Pantone litur 2018

11.12. Hönnunarþyrstir einstaklingar eru yfirleitt í stuði á þessum árstíma þegar nýr Pantone litur er kynntur. Litur ársins 2018 er Ultra Violet eða Útfjólublár og ber litaheitið PANTONE 18-3838. Meira »

Framhjáhaldið hófst í hádegismatnum

11.12. „Hann sótti mig og við keyrðum á sveitahótel þar sem við borðuðum yndislega máltíð. Hann fór frá borðinu og bókaði herbergi. Við vissum bæði hvað við vildum.“ Meira »

Stella ofursvöl í Spaksmannsspjörum

10.12. Stella Blómkvist hefur slegið í gegn í Sjónvarpi Símans Premium en hún fer með hlutverk lögfræðings sem blandast inn í æsispennandi mál. Leikkonan Heiða Reed, sem leikið hefur í þáttunum Poldark, leikur Stellu. Meira »