Kókaín-neyslan bættist við drykkjuna

Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína.
Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína. mbl.is/StockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá margra barna móður sem komst nýlega að því að maðurinn hennar væri að nota fíkniefni. 

Sæll Valdimar,

Ástandið á heimili mínu hefur ekki verið upp á marga fiska mjög lengi. Maðurinn minn drekkur mikið en á dögunum komst ég að því að hann hefur verið að fá sér kókaín við og við. Aðallega um helgar þegar hann hittir vini sína. Hann segir að þetta sé ekki vandamál en ég verð að játa að þetta sló mig.

Hann hefur farið í margar meðferðir gegn áfengisfíkn sinni en svo virðist alltaf bætast ofan á eins og þessar nýjustu fréttir herma.

Ég veit þú segir við mig að ég eigi bara að skilja við hann og láta hann vita að farið hafi fé betra en einhvern veginn get ég það ekki. Við erum með fullt hús af börnum og ég treysti mér ekki til að vera ein með krakkastóðið.

Ertu með einhverja einfalda lausn fyrir mig svo ég geti lifað með ruglinu?

Kær kveðja,

Ein í bobba

 

Góðan daginn „ein í bobba“ og takk fyrir spurninguna.

Þegar kemur að vandamálum tengdum misnotkun á áfengi og öðrum vímugjöfum eru einfaldar lausnir ekki á hverju strái. Vandinn verður margflókinn og alvarlegur þegar þörfin fyrir vímugjafa er orðin svo mikil að óheilbrigt líf og erfiðleikar í nánum samböndum eru ekki nægar ástæður til að stöðva neysluna. Um það bil einn af hverjum fimm karlmönnum og ein af hverjum tíu konum leita til SÁÁ á einhverjum tímapunkti vegna erfiðleika í tengslum við áfengisdrykkju og/eða vímuefnaneyslu. Það er því ljóst að fjölmargir eru í hlutverki aðstandenda þessa fólks og standa frammi fyrir erfiðum verkefnum og ákvörðunum hvað þessi mál varðar. Því miður verða allt of margir meðvirkir ástandinu og týna sér í hugsunum, áhyggjum og gremju yfir hegðun þeirra sem eiga við vandann að stríða. Þessu fylgir gjarnan mikið ráðaleysi og vanmáttur yfir því að stíga einhver skref.

Góðu fréttirnar eru að það eru leiðir til þess að bæta líf sitt og líða betur þrátt fyrir að ytri aðstæður breytist jafnvel ekki. Það sem ég ráðlegg öllum er að setja skýr mörk og halda sig við þau. Það felur meðal annars í sér að „segja það sem manni finnst“ og „hvað það er sem maður vill“. Það er ekki þar með sagt að aðrir verði að fara eftir því sem maður segir, en allir hafa rétt á því að segja hvað þeim finnst og hvað þeir vilja og svo má ræða það betur hvort góð rök breyti einhverju þar um. Það getur enginn metið fyrir þína hönd hvort þú átt að fara úr sambandinu eða ekki, þú ein getur ákveðið það. Ef um ofbeldi er að ræða er mikilvægt að leita sér faglegrar aðstoðar hvað það varðar.

Ég mæli með því að þú vinnir að því að gera það sem er gott fyrir þig. Einbeitir þér að því sem skiptir þig máli og færir fókusinn af vandamálum makans eins og mögulegt er. Hann þarf að finna sína leið hvað þennan vanda varðar.

Það getur verið erfitt að taka fyrstu skrefin en um leið og þú ferð af stað kemur í ljós að leiðin er ekki eins kvíðvænleg og við erum búin að ímynda okkur. Til þess að hjálpa þér á þessari leið mæli ég til dæmis með fjölskyldunámskeiði hjá SÁÁ sem snýr að aðstandendum alkóhólista. Meðvirkninámskeið hjá Lausninni eru vettvangur sem margir nýta sér og einnig mæli ég með viðtölum hjá ráðgjafa sem þekkir til fíknitengdra vandamála og meðvirkni. Að lokum bendi ég á Al-anon samtökin sem góða leið til að viðhalda og styrkja þær aðferðir sem þú þarft að nota til þess að geta átt betra líf, hvort sem þú ákveður að vera áfram í sambandinu eða ekki.

Kær kveðja, 

Valdimar Þór Svarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Kokkur Miröndu Kerr segir frá

06:00 Þó svo að Miranda Kerra reyni að halda sig í hollustunni finnst henni gott að fá sér súkkulaðiköku af og til.   Meira »

Börn fá gáfurnar frá mæðrum sínum

Í gær, 23:59 Konur sem vilja eignast gáfuð börn þurfa ekki endilega að bíða eftir skarpasta hnífnum í skúffunni.   Meira »

Erfitt að vera í opnu sambandi

Í gær, 21:00 „Maki minn hefur fengið aukinn áhuga á fjölkvæni og mér finnst það spennandi. Þegar hún stundar kynlíf með einhverjum öðrum finnst mér það oft mjög sérstakt og ástríkt þegar við erum saman aftur.“ Meira »

Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

Í gær, 18:00 „Í fimm ár höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega.“ Meira »

Þetta ættirðu ekki að kaupa segja hönnuðir

Í gær, 15:00 Þú ættir ef til vill að hugsa þig tvisvar um áður en þú kaupir sérhönnuð barnahúsgögn eða heilt sófasett.   Meira »

Borðaði af sér 50 kíló

Í gær, 12:00 „Heilsan var orðin svo slæm að ég var orðin öryrki. Ég var komin á botninn heilsufarslega séð og hafði engu að tapa.“  Meira »

Þreytt börn sýna allt önnur einkenni

í gær Sálfræðingurinn Erla Björnsdóttir er sérfróð um svefnvandamál, en í ár gaf hún út fræðsluritið Svefn. Að auki er Erla fjögurra barna móðir og hefur því einu sinni eða tvisvar þurft að eiga við börn sem vilja alls ekki fara í bólið. Meira »

Svakalegt skvísuteiti hjá Thelmu

Í gær, 09:00 Thelma Dögg Guðmundsen opnaði vefinn gudmundsen.is í vikunni. Það varð ekki þverfótað fyrir skvísum í boðinu eins og sést á myndunum. Meira »

Þetta er meðallengd kynlífs

í fyrradag Það er ekki endilega þannig að allir aðrir stundi lengra og meira kynlíf en þú. Segja má að flestir stundi kynlíf í frekar stuttan tíma. Meira »

Þegar milljarðamæringur giftir sig

í fyrradag Þegar einstaklingur sem hugsar um að hafa myndir fullkomnar giftist syni rússnesks milljarðamærings enda skreytingarnar með ósköpum. Meira »

Náttúruleg efni fá að njóta sín

í fyrradag Hér gefur að líta einstaklega fallegt hús þar sem náttúruleg efni fá að njóta sín og kallast skemmtilega á við litrík húsgögn. Meira »

„Ég var alveg í ruglinu“

í fyrradag Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson stýrir þættinum Turninn á K100. Í þættinum opnaði hann sig upp á gátt en hann hefur barist við kvíða um langt skeið. Í þessu hljóðbroti segir Ólafur Darri frá því hvernig hann náði tökum á kvíðanum. Meira »

Kolsvört sykurskýrsla

í fyrradag „Þorgrímur Þráinsson náði frábærum árangri á sínum tíma þegar hann gekk vasklega fram gegn reykingum landsmanna. Auglýsingar og áróður gegn sígaréttum voru beinskeyttar og kannski þótti mörgum vera alið á hræðsluáróðri en nú vitum við að sígarettureykingar eru alveg jafn hræðilegar og haldið var fram.“ Meira »

Heillandi piparsveinaíbúð í 101

22.9. Magnús Júlíusson verkfræðingur, framkvæmdastjóri Íslenskrar orkumiðlunar og stundakennari við Háskólann í Reykjavík, býr í afar smekklegri íbúð í miðbæ Reykjavíkur. Magnús er einhleypur og flutti í íbúðina síðasta sumar. Það sem heillaði hann var þessi mikla lofthæð og guðdómlega útsýnið yfir miðbæ Reykjavíkur. Meira »

Hvernig eldhúsbekk á ég að fá mér?

21.9. „Mig langar svo í eldhúsbekk í eldhúskrókinn – en ég finn ekkert sem mér finnst sniðugt þó að plássið sé í raun drjúgt.“   Meira »

Sólveig kokkar í hringlaga eldhúsi

21.9. Sólveig Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Culiacan, er með ansi flott eldhús heima hjá sér í Hrauntungu í Kópavogi. Eldhúsið er hringlaga. Meira »

Megrunarhlé besta megrunin

í fyrradag Ef megrunin sem þú ert í er ekki að virka gæti það verið vegna þess að þú ert ekki að taka þér frí frá megruninni.   Meira »

Stutt og flegið í fæðingarorlofinu

21.9. Beyoncé er ekki bara heima í jogging-gallanum í fæðingarorlofinu. Hún er dugleg að skvísa sig upp og sýna línurnar.   Meira »

Góðgerlar hafa áhrif á líkamsþyngdina

21.9. „Alejandro Junger segir mikilvægt að hreinsa ristilinn vel og endurnýja svo flóruna með góðgerlum, til að byggja upp nýja og öflugri þarmaflóru. Hann segir hana ekki bara hafa áhrif á betri meltingu, heldur draga úr fæðuofnæmi og efla ónæmiskerfið – en jafnframt að heilbrigð þarmaflóða skipti miklu máli ef við viljum halda meðalþyngd á líkamanum.“ Meira »

Saga Garðars og Snorri eiga von á barni

21.9. Saga Garðarsdóttir og Snorri Helgason eru að fara að takast á við nýtt hlutverk innan skamms en þau eiga von á sínu fyrsta barni. Meira »
Meira píla