Kókaín-neyslan bættist við drykkjuna

Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína.
Íslenskur margra barna faðir á í vanda með neyslu sína. mbl.is/StockPhotos

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð, svarar spurningum lesenda. Hér fær hann spurningu frá margra barna móður sem komst nýlega að því að maðurinn hennar væri að nota fíkniefni. 

Sæll Valdimar,

Ástandið á heimili mínu hefur ekki verið upp á marga fiska mjög lengi. Maðurinn minn drekkur mikið en á dögunum komst ég að því að hann hefur verið að fá sér kókaín við og við. Aðallega um helgar þegar hann hittir vini sína. Hann segir að þetta sé ekki vandamál en ég verð að játa að þetta sló mig.

Hann hefur farið í margar meðferðir gegn áfengisfíkn sinni en svo virðist alltaf bætast ofan á eins og þessar nýjustu fréttir herma.

Ég veit þú segir við mig að ég eigi bara að skilja við hann og láta hann vita að farið hafi fé betra en einhvern veginn get ég það ekki. Við erum með fullt hús af börnum og ég treysti mér ekki til að vera ein með krakkastóðið.

Ertu með einhverja einfalda lausn fyrir mig svo ég geti lifað með ruglinu?

Kær kveðja,

Ein í bobba

 

Góðan daginn „ein í bobba“ og takk fyrir spurninguna.

Þegar kemur að vandamálum tengdum misnotkun á áfengi og öðrum vímugjöfum eru einfaldar lausnir ekki á hverju strái. Vandinn verður margflókinn og alvarlegur þegar þörfin fyrir vímugjafa er orðin svo mikil að óheilbrigt líf og erfiðleikar í nánum samböndum eru ekki nægar ástæður til að stöðva neysluna. Um það bil einn af hverjum fimm karlmönnum og ein af hverjum tíu konum leita til SÁÁ á einhverjum tímapunkti vegna erfiðleika í tengslum við áfengisdrykkju og/eða vímuefnaneyslu. Það er því ljóst að fjölmargir eru í hlutverki aðstandenda þessa fólks og standa frammi fyrir erfiðum verkefnum og ákvörðunum hvað þessi mál varðar. Því miður verða allt of margir meðvirkir ástandinu og týna sér í hugsunum, áhyggjum og gremju yfir hegðun þeirra sem eiga við vandann að stríða. Þessu fylgir gjarnan mikið ráðaleysi og vanmáttur yfir því að stíga einhver skref.

Góðu fréttirnar eru að það eru leiðir til þess að bæta líf sitt og líða betur þrátt fyrir að ytri aðstæður breytist jafnvel ekki. Það sem ég ráðlegg öllum er að setja skýr mörk og halda sig við þau. Það felur meðal annars í sér að „segja það sem manni finnst“ og „hvað það er sem maður vill“. Það er ekki þar með sagt að aðrir verði að fara eftir því sem maður segir, en allir hafa rétt á því að segja hvað þeim finnst og hvað þeir vilja og svo má ræða það betur hvort góð rök breyti einhverju þar um. Það getur enginn metið fyrir þína hönd hvort þú átt að fara úr sambandinu eða ekki, þú ein getur ákveðið það. Ef um ofbeldi er að ræða er mikilvægt að leita sér faglegrar aðstoðar hvað það varðar.

Ég mæli með því að þú vinnir að því að gera það sem er gott fyrir þig. Einbeitir þér að því sem skiptir þig máli og færir fókusinn af vandamálum makans eins og mögulegt er. Hann þarf að finna sína leið hvað þennan vanda varðar.

Það getur verið erfitt að taka fyrstu skrefin en um leið og þú ferð af stað kemur í ljós að leiðin er ekki eins kvíðvænleg og við erum búin að ímynda okkur. Til þess að hjálpa þér á þessari leið mæli ég til dæmis með fjölskyldunámskeiði hjá SÁÁ sem snýr að aðstandendum alkóhólista. Meðvirkninámskeið hjá Lausninni eru vettvangur sem margir nýta sér og einnig mæli ég með viðtölum hjá ráðgjafa sem þekkir til fíknitengdra vandamála og meðvirkni. Að lokum bendi ég á Al-anon samtökin sem góða leið til að viðhalda og styrkja þær aðferðir sem þú þarft að nota til þess að geta átt betra líf, hvort sem þú ákveður að vera áfram í sambandinu eða ekki.

Kær kveðja, 

Valdimar Þór Svarsson, ráðgjafi hjá Lausninni fjölskyldumiðstöð. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Valdimari spurningu HÉR. 

Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni.
Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Ávanar nískra milljarðamæringa

18:00 Bill Gates lætur sér nægja að ganga með úr sem kostaði þúsundkall og Mark Zuckerberg keyrir um á þriggja milljóna króna Golf. Nægjusemin getur gert þig ríkan. Meira »

„Seinnipart dags breytist ég í sukkara“

15:00 Edda Björgvins hefur verið dugleg að stunda jóga upp á síðkastið sem hún segir það besta sem hún hefur gert fyrir sjálfa sig. Meira »

Breska konungsfjölskyldan alltaf í stíl

12:00 Glöggir hafa tekið eftir því að breska konungsfjölskyldan hefur klæðst svipuðum litasamsetningum í opinberum heimsóknum sínum upp á síðkastið. Meira »

Öpp sem að halda þér í formi

09:00 Nú til dags getur snjallsíminn hjálpað þér með nánast allt.  Meira »

Sérviskumataræði stjarnanna er slæmt

06:11 Stjörnurnar er þekktar fyrir að fara öfgakenndar leiðir til þess að grennast. Næringarfræðingar segja aðferðir þeirra misgóðar. Meira »

Svona eru venjur orkumikils fólks

Í gær, 23:59 Samkvæmt rannsóknum eru fáir í heiminum sem vakna hressir og kátir á morgnana eftir góðan svefn. Flestir ganga í gegnum lífið þreyttir og lifa á kaffi og minningunni um að leggjast í hlýtt rúmið í lok dags. Meira »

Fyrsta einkaflugvélin með blæju

í gær Gleymið blæjubílnum, nú er hægt að fá sér blæju-einkaflugvél.   Meira »

Svona heldur J-Lo sér í formi

Í gær, 21:00 Þrotlausar æfingar og stíft mataræði er galdurinn á bak við útlit leik- og söngkonunnar Jennifer Lopez en hún segir það vera vinnu að halda sér í formi. Meira »

Konan á bak við blómaskreytingar Beyoncé

í gær Á báðum myndum Beyoncé er stórfengleg blómaskreyting fyrir aftan söngkonuna sem blómaskreytingakonan Sarah Lineberger hannaði. Meira »

Endalaus tækifæri á Instagram

í gær Ferðaljósmyndarinn Ása Steinars segir Instagram vera skrítinn stað. En Ása nær að samtvinna tvö af sínum aðaláhugamálum, ferðalög og ljósmyndir, á Instagram. Meira »

Þegar gólfefni er valið

í gær „Okkur hjónin greinir á um hvernig við högum gólfefnum á milli herbergja. Ég vil endilega halda í gamlan sjarma gólfefnanna með því að halda sem flestu en bara pússa upp parketið. Maðurinn minn aftur á móti vill helst flota allt og lakka.“ Meira »

Teiknar stjörnurnar með augnskugga

í gær Þessi 15 ára stelpa teiknar andlit stórstjarna á augnlokin sín með snyrtivörum.  Meira »

Sjáið hús frægasta rappara heims

í fyrradag Hús rapparans sáluga, Tupac, er nú til sölu í Los Angeles fyrir tæplega 300 milljónir íslenskra króna.  Meira »

Hamingjusamt fólk á þetta sameiginlegt

22.7. Fólk sem er hamingjusamt kýs frekar að eiga frítíma í stað þess að eiga mikinn pening. En það er markmið flestra í lífinu að verða hamingjusamir. Meira »

Léttari og styttri línur áberandi í sumar

22.7. Hárgreiðslumeistarinn Sigrún Davíðsdóttir, sem starfar á hárgreiðslustofunni Senter, er svo sannarlega með puttann á púlsinum þegar kemur að hártískunni. Meira »

Líta betur út þyngri en léttari

22.7. Tölurnar á vigtinni eru ekki það sem skiptir mestu máli. Heilbrigður og flottur líkami er ekki endilega léttur líkami. Konur hafa verið duglegar að birta myndir af sér þar sem þær líta betur út þyngri en léttari. Meira »

Fær 330 þúsund frá sykurmömmu

í fyrradag 27 ára karlmaður segir frá því hvernig það er að eiga eitt stykki sykurmömmu.   Meira »

300 milljóna króna partýhús

22.7. Húsið var byggt árið 1957 og hefur lítið breyst síðan.  Meira »

Vinsælustu snapparar landsins

22.7. Snapparar eru einstaklingar sem að eru með opinn Snapchat-aðgang og gefa fylgjendum sínum innsýn í sitt daglega líf.   Meira »

Svona slakar þú almennilega á í fríinu

21.7. Hvernig þú upplifir ferðalagið getur skipt sköpun í andlegri vellíðan.  Meira »