Fólk yfir fimmtugt stundar meira kynlíf

Kynlífið batnar bara með árunum.
Kynlífið batnar bara með árunum. mbl.is/Thinkstockphotos

Einhverjir myndu halda að fólk sem komið væri á sextugsaldurinn stundaði minna kynlíf en þeir sem yngri væru. The Telegraph greinir hinsvegar frá nýrri rannsókn sem sýnir fram á að 59 prósent þeirra sem eru komnir yfir fimmtugt stunda kynlíf reglulega og stór hluti þeirra gerir það einu sinni til tvisvar í viku ef ekki oftar.

Barbara Bloomfield, höfundur bókar um sambandsráðgjöf, segir að hún sjái oft á sínum skjólstæðingum að kynlíf þeirra batni eftir að fólkið komist á fimmtugs- og sextugsaldurinn.

„Til að byrja með, spurðu 30 og eitthvað ára gamalt foreldri og þú munt fá það svar að það að eiga barn er það sem drepur ástríðuna. Um miðjan aldur hinsvegar, eru krakkarnir orðnir unglingar eða eldri, þurfa minna á foreldrunum að halda og fara oftar út. Margt fólk lýsir því að kynlífið verði betra þegar börnin fara að heiman, þetta er sá tími þar sem hjólin fara aftur að snúast í hjónabandinu,“ sagði Bloomfield.

Önnur ástæða fyrir þessu er sú að sífellt fleiri kjósa að skilja og því segir Bloomfield að ástæðan fyrir því að fleiri eldri konur stundi meira kynlíf sé að þær séu í nýjum samböndum.

Að lokum eykst sjálfstraustið hjá konum með aldrinum. Þær eru meðvitaðri um líkama sinn og vita hvað þær vilja og hvað þær vilja ekki.

Það er algengt að konur um fimmtugt séu búnar að …
Það er algengt að konur um fimmtugt séu búnar að skilja og eru í nýjum ástarsamböndum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál