Hjónakorn njóta klámsins í sameiningu

Skötuhjúin gamna sér nú oftar en ekki við svolítið klámáhorf.
Skötuhjúin gamna sér nú oftar en ekki við svolítið klámáhorf. Ljósmynd / Getty Images

„Ég veit að ég hljóma einföld, en þangað til ég uppgötvaði helling af klámi í tölvu eiginmannsins hélt ég að hann horfði ekki á slíkt,“ segir 38 ára harðgift tveggja barna móðir í samtali við vefinn Prevention.

Eiginkonan komst að leyndarmáli mannsins þegar tölvan hennar bilaði og hún þurfti að notast við heimilistölvuna og sá í kjölfarið leitarsögu eiginmannsins.

„Mér leið eins og ég þyrfti að æla. Þetta var eins og hann stæði í framhjáhaldi, með ótalmörgum klámstjörnum. Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að kynlíf okkar væri gott, við erum dugleg að prufa nýja hluti, en eftir að hafa séð þær fjölbreytilegu senur sem hann hafði verið að horfa á fór ég að efast um sjálfa mig.“

Hin særða eiginkona ákvað að kanna myndböndin sem eiginmaður hennar hafði verið að gamna sér við nánar, og komst að því að henni þóttu þau æsandi.

„Þegar hann kom heim úr vinnunni vissi ég að ég þyrfti að ræða þetta við hann og sagði honum að ég hefði séð leitarsöguna í tölvunni. Hann varð vandræðalegur, en baðst þó ekki afsökunar. Hann sagði að það væri ekki framhjáhald að horfa á aðrar manneskjur, og ég var sammála. Ég spurði hann hvers vegna hann hefði falið þetta fyrir mér, hann yppti öxlum, neitaði að hafa falið þetta fyrir mér og sagði að þetta hefði ekkert með samband okkar að gera. Ég hugsaði mig um í smá stund og áttaði mig á því að ég hafði líka notið þess að horfa á klám. Þá stakk ég upp á því að við myndum gera það í sameiningu.“

Eiginkonan segist hafa lært ýmislegt á áhorfinu, og það hafi stórbætt kynlíf þeirra hjóna.

„Næstu vikurnar varð þetta okkar helsta áhugamál. Ég vissi ekki að ég hefði svo gaman af því að horfa á tvær konur saman, og ég vissi ekki að maðurinn minn væri svona hrifinn af því að horfa á konur nota kynlífsleikföng.“

„Ég horfi nánast aldrei á klám þegar ég er ein, en mér er sama þótt maðurinn minn geri það. Í stað þess að líta á klám sem ógn sé ég það sem eitthvað sem getur gert samband okkar nánara.“

Karlinn kunni að meta klámið, og konan ekki síður.
Karlinn kunni að meta klámið, og konan ekki síður. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál