Flestar konur leita að því sama í fari karla

Konum þykir almennt persónuleikinn skipta meira máli en útlitið.
Konum þykir almennt persónuleikinn skipta meira máli en útlitið. mbl.is/Thinkstockphotos

Einhverjir myndu segja í hálfkæringi að konur sækist eftir myndarlegum ríkum mönnum á flottum bíl. Sannleikurinn? Hann er kannski ekki svo fjarri lagi.

Ástralska Women’s Health greindi nýlega frá könnun þar sem yfir 2.000 konur á aldrinum 18 til 24 ára voru spurðar út í hvað þeim þætti eftirsóknarvert í fari karlmanna.

Þrátt fyrir að 89 prósent þátttakenda sögðu að mestu máli skipti að þeir byggju yfir ástríkum persónuleika voru 75 prósent sem sögðu að fjárhagurinn skipti næstmestu máli. Útlitið var síðan sett í þriðja sætið.

Athuga verður að könnunin er gerð meðal fólks í yngri kantinum og gæti forgangsröðunin breyst eftir því sem fólk eldist. Til dæmis eru fleiri sem setja ferðalög ofar en löngun til þess að eignast fjölskyldu. Það sem komst ekki inn á topp tíu listann voru hlutir eins og eldamennskuhæfileikar og gáfur. 

Hér er topp tíu listinn:

  1. Ástríkur persónuleiki  - 89%
  2. Fjárhagslegt öryggi - 77%
  3. Útlitið - 75%
  4. Löngun til að ferðast - 69%
  5. Góður húmor - 62%
  6. Löngun til þess að eignast fjölskyldu - 50%
  7. Er með bílpróf/Á bíl - 47%
  8. Mikil kynlöngun - 44%
  9. Félagslyndur  - 41%
  10. Metnaðarfullur - 38%
Mikil kynlöngun kemst inn á topp tíu listann hjá konunum …
Mikil kynlöngun kemst inn á topp tíu listann hjá konunum sem tóku þátt í könnuninni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál