Ofsótt af fyrrverandi

Fyrrverandi segist aðeins vera að „passa upp á hana“.
Fyrrverandi segist aðeins vera að „passa upp á hana“. Ljósmynd / Getty Images

„Fyrir tveimur árum féll ég kylliflöt fyrir fullkomnasta og gáfaðasta strák sem ég hef nokkru sinni hitt, fyrir utan það að hann bjó hjá mér í átta mánuði og borgaði aldrei leigu. Sem var algert rugl. Að lokum flutti ég út, og nú hringir hann í mig öllum stundum,“ segir í bréfi ungrar konu sem leitaði á náðir ráðgjafa tímaritsins Elle, enda í stökustu vandræðum með fyrrverandi.

„Ef ég er ekki „þar sem ég á að vera“ veldur hann miklu fjaðrafoki og ræðst á mig með miklum fúkyrðaflaumi. Hann getur ekki séð að það sé nokkuð athugavert við framkomu hans, enda er hann bara að „passa upp á mig“ að eigin sögn.“

Ráðgjafinn var ekki par hrifinn af framkomu fyrrverandi kærastans, og svaraði því um hæl.

„Elskan mín, næst þegar hann mætir óboðinn skaltu skella þér í betri skóna, gera honum ljóst að eftirliti hans sé lokið, og sparka honum út. Þegar hann hringir til að „tékka á þér“ skaltu segja honum að þú sért á hárréttum stað, án hans.

P.S. blokkaðu símtöl frá honum, blokkaðu netfangið hans, neitaðu að taka við símtölum frá honum í vinnunni og ef hann hefur í hótunum við þig skaltu hafa samband við lögregluna.“

Það er ekkert grín að kljást við eltihrelli.
Það er ekkert grín að kljást við eltihrelli. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál