Skammaðist sín fyrir ofbeldið í Texas

Hanna Kristín Skaftadóttir opnaði sig um ofbeldið sem hún varð …
Hanna Kristín Skaftadóttir opnaði sig um ofbeldið sem hún varð fyrir í Texas. mbl.is

Fyrr í vetur komst það í fréttir að íslenskur maður hefði verið handtekinn í Texas fyrir að beita íslenska kærustu sína ofbeldi. Nú hefur Hanna Kristín Skaftadóttir, konan sem varð fyrir ofbeldinu, stigið fram og sagt frá reynslu sinni. 

Hanna Kristín segir meðal annars að hún hafi skammast sín fyrir að hafa orðið fyrir ofbeldinu og hafi verið í afneitun yfir því sem var í gangi. Hún segir það jafnframt hafa verið erfitt að horfast í augu við það að maðurinn sem hún elskaði af öllu hjarta hafi farið svona með hana. 

„Hvernig gat ég ekki séð þetta? Af hverju hlustaði ég ekki? Var ekki nóg að hafa lagt fram kæru um að hann braut tölvuna mína með kjöthamri? Var ekki nóg að hann hafði ítrekað hent mér út af heimili sínu í ölæði sínu? Var ekki nóg að hafa horft upp á hann drekka frá sér allt vit daglega í marga mánuði? Var ekki nóg að enda uppi á spítala með heilahristing eftir að hann klessukeyrði bílinn með mig sem farþega? Var ekki nóg að heyra hann spyrja að morgni „hvað ætlarðu að segja fólki að hafi gerst?“ þegar ég haltraði út úr bílnum?“ segir meðal annars í færslu Hönnu Kristínar á Facebook. 

Hanna skrifaði átakanlega færslu á Facebook.
Hanna skrifaði átakanlega færslu á Facebook. skjáskot/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál