Hvernig fæ ég hann til að gista ekki?

Konurnar vilja að mennirnir fari heim eftir kynlífið.
Konurnar vilja að mennirnir fari heim eftir kynlífið. mbl.is/Thinkstockphotos

Nútímakona leitar til ráðgjafa Elle vegna vandamáls sem hún og vinkonur hennar eru allt í einu að upplifa. En mennirnir sem þær eru að hitta vilja ekki fara heim til sín eftir að þær hafa stundað kynlíf með þeim. 

Kæra E. Jean. Við einhleypu vinkonurnar viljum vita af hverju menn sem við hittum gista eftir kynlíf í stað þess að klæða sig og fara eins og menn eiga að gera. Við höfum reynt að finna hina fullkomnu leið til þess að fá þá til að fara án þess að glata þeim að eilífu, en við finnum ekki réttu orðin. Þrátt fyrir að við kunnum mjög vel við mennina viljum við ekki stofna fegurðarblundinum í hættu vegna faðmlaga eða hrota. Plús það að við erum vinnandi konur, við viljum geta stokkið upp úr rúminu, drukkið grænan safa, gert pilates og farið í vinnuna, ekki þykjast borða egg, beikon og ristað brauð í morgunmat.

Er þetta nýtt fyrirbæri? Ég man ekki eftir þessu þegar ég var 22. Er þetta vegna þess að rúmin okkar eru betri en þeirra? Eða vegna þess við höfum efni á góðum dúnsængum? Eða erum við bara of girnilegar núna?

E. Jean vill ekki meina að það séu sængurnar sem heilli mennina heldur eru menn í dag orðnir eins og konur voru áður. Hún er því með nokkur góð ráð fyrir konurnar sem vilja fá að sofa í friði.

1. Þegar þið hittist í kvöldmat á veitingastað, heilsaðu honum með kossi og segðu: „Ég get ekki leyft þér að halda mér vakandi of lengi, það er skóli á morgun.“ Þetta virkar sérstaklega vel á menn sem eru í skóla, eða menn sem halda að þeir séu það.

2. Þegar þið komið heim og farið inn í svefnherbergi og þú tekur hann úr jakkanum hvíslarðu: „Vegna þess að þú þarft að fara svo snemma í kvöld ég vonast til þess að sjá þig næsta laugardag.“ Svona líður honum ekki eins og druslu.

Þetta er erfiður heimur fyrir karlmenn. Þeir yngri hafa verið ofdekraðir af ryksugandi mæðrum. Til þess að virka almennilega gætu þeir þarfnast meiri faðmlaga. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það kemst í tísku að nýi maðurinn vilji gista. Hin mikla Colette skrifaði um þetta fyrir nærri því hundrað árum þegar hún lýsti einum mest töfrandi manni bókmenntasögunnar, Chéri, sem snéri aftur til hjákonu sinnar af því að hann gat ekki sofið við hlið grönnu eiginkonunnar sinnar. Hjákonan, Léa gerði pláss fyrir hann eins og móðir dýrs.

Konurnar vilja ekki verða fyrir truflunum á nóttinni.
Konurnar vilja ekki verða fyrir truflunum á nóttinni. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Ekki nauðsynlegt að hætta í eftirréttunum

Í gær, 23:59 Það er ekki endilega nauðsynlegt að gefa allt góðgæti upp á bátinn þegar tekið er til í mataræðinu. Svo lengi sem skammtastærðirnar eru ekki of stórar þarf fólk í átaki ekki horfa með öfundaraugum á hina í matarboðinu gæða sér á súkkulaðimúsinni. Meira »

21 árs og með áhyggjur af meydómnum

Í gær, 21:00 „Eftir að ég hætti í skóla fannst mér erfitt að eignast vini af því ég einangraði sjálfa mig. Ég er á betri stað núna, en er enn frekar einmana. Ég var að klára fyrsta árið mitt í háskóla og það að vera hrein mey er farið að íþyngja mér.“ Meira »

Eru einhverjir ófélagslyndir eftir?

Í gær, 18:30 Nútímakona leitar til ráðgjafa Elle vegna vandamáls sem hún hefur upplifað upp á síðkastið þar sem hana langar frekar að slaka á heima með kærastanum heldur en að fara út með vinum. Meira »

Regnbogaparadís í Los Angeles

Í gær, 15:00 Þeir sem eru orðnir leiðir á svarthvítri skandinavískri innanhússhönnun ættu að gleðjast við að skoða hús Aminu Mucciolo í Los Angeles en um sannkallaða litaparadís er að ræða. Meira »

Búðu til sætan garð á svölunum

Í gær, 12:00 Þó svo að enginn sé garðurinn og svalirnar litlar þýðir það ekki að það sé ekki hægt að njóta íslenska sumarsins úti á blíðviðrisdögum. Það er skemmtilegt að búa sér til lítinn sætan garð úti á svölum. Meira »

Niðurlæging að verða óvinnufær

Í gær, 09:00 „Frá því ég vann 12 ára gamall á bensínstöð í Þorpinu á Akureyri í sumarvinnu, hef ég unnið og/eða verið í skóla. Aldrei ímyndað hvernig það væri að fara í veikindaleyfi. Líklegast hugsað eins og margir... þetta kemur ekki fyrir mig! Líkamlega hef ég verið heppinn að vera hraustur hvað varðar sjúkdóma. Skyndilega var ég kominn í þá stöðu að vera orðinn fárveikur... já andlega.“ Meira »

74 ára vaxtarræktargyðja var í lélegu formi

í fyrradag Það eru ekki bara kornungar guggur sem geta náð árangri í vaxtarræktinni. Það hefur hin 74 ára Janice Lorraine frá Ástralíu sannað svo um munar. Fyrir um 20 árum, þegar hún lauk starfsferli sínum sem skólasálfræðingur, ákvað Janice að hún ætlaði sér ekki að tapa baráttulaust fyrir elli kerlingu og hóf líkamsrækt af miklum móð. Meira »

Erfiðar morgunrútínur sem margborga sig

Í gær, 06:00 Barack Obama stjórnaði valdamesta landi í heimi og gaf sér samt tíma til þess að vakna snemma og mæta í ræktina. Maður getur komið ýmsu í verk ef maður vaknar aðeins fyrr. Meira »

Vildi verða feitasta kona í heimi en er hætt við

í fyrradag Monica Riley Texasbúi komst í heimsfréttirnar í fyrra þegar hún lýsti því að hún hefði í hyggju að verða feitasta kona í heimi. Mætti hún í viðtöl með kærasta sínum og fór yfir hvernig hún ætlaði sér að ná markmiði sínu. Kærastinn gaf henni mat í gegnum trekt og með mikilli vinnu tókst henni að innibyrða 10.000 kaloríur á hverjum degi. Meira »

Er þetta rétti tíminn fyrir sambúð?

í fyrradag Á að flytja inn saman eftir hálft ár eða eftir eitt og hálft ár? Það getur verið erfitt að finna rétta tímapunktinn en það er gott að hafa nokkur atriði í huga áður en maður tekur stóra stökkið. Meira »

Sumarfrí stórstjarnanna

í fyrradag Sumarið er loksins komið og um að gera að sækja innblástur frá stjórnunum um flottustu sundfötin og heitustu áfangastaðina.   Meira »

Búin að fara í tíu svæfingar

í fyrradag Ég fór i brjóstastækkun fyrir sjö árum. En hún gekk frekar illa þar sem líkaminn tók ekki hægra brjóstinu og myndaðist mikill vökvi i kringum það og þurfti ég hátt i 10 svæfingar til að laga það, púðinn lak alltaf niður. Meira »

Kulnun í sambandi – hvað er til ráða?

í fyrradag „Hrifning og ást okkar á milli hefur ávallt verið frekar auðveld en hefur farið minnkandi undanfarin ár, sérstaklega eftir barneignir líkt og algengt er. Undanfarið hefur áhugi minn þó farið meira út á við og ég finn þörfina til að tala við aðra karlmenn og fara meira út á lífið með vinkonum mínum.“ Meira »

Heldur fram hjá með tengdamóður sinni

23.6. „Kynlífið með tengdamóður minni er það besta sem ég hef nokkurn tímann upplifað. Þegar ég hitti hana fyrst trúði ég ekki hversu gömul hún var.“ Meira »

Vertu leiðtogi lífs þíns

23.6. Það er mikilvægt að geta stjórnað sjálfum sér, haft trú á hæfileikum sínum og þeim ákvörðunum sem maður tekur. Þess vegna er gott að minna sig á þau atriði sem geta hjálpað til að efla okkar innri leiðtoga. Meira »

Rakel hannar kertastjaka með Reflection

23.6. Rakel Hlín Bergsdóttir eigandi Snúrunnar hannaði kertastjaka með eigendum Reflections. Fyrirtækið er þekkt fyrir guðdómlega hönnun úr kristal. Meira »

Sjáið myndir af æskuheimili Kennedy

í fyrradag Æskuheimili Jackie Kennedy, fyrrverandi forsetafrúar, er nú til sölu á tæplega fimm miljarða króna.  Meira »

Hvorugur eiginmaðurinn vissi

23.6. „Fyrri eiginmaður minn reyndi mikið að gera samfarirnar fullnægjandi fyrir mig. Til að byrja með var ég hreinskilin með vangetu mína til að fá fullnægingu. Hann reyndi mjög mikið að hjálpa mér. Ég varð þreytt á því að reyna.“ Meira »

Förðunarfræðingur Katrínar segir frá

23.6. Konan sem kenndi Katrínu hertogaynju að mála sig fyrir sitt brúðkaup hennar og Vilhjálms Bretaprins er með gott ráð í pokahorninu fyrir ferska og ljómandi húð. Meira »

Gamla íbúð Jóns Ásgeirs lækkar í verði

23.6. Glæsileg þakíbúð í New York sem Jón Ásgeir Jóhannesson átti í New York hefur enn og aftur lækkað í verði en Jón Ásgeir seldi öðrum íslenskum athafnamanni íbúðina á 22 milljónir dollara árið 2011. Meira »