Kynlíf gott fyrir gamla kolla

Fólk getur gert fleira en að leysa krossgátur þegar það …
Fólk getur gert fleira en að leysa krossgátur þegar það kemst á ellilífeyrinn. mbl.is/Thinkstockphotos

Ýmis heilaleikfimi eins og krossgátur og tungumálalærdómur hefur lengi verið sagður góður gegn hrörnun heilans. Samkvæmt nýrri breskri könnun kemur í ljós að kynlíf gerir það einnig.

Könnunin tók til 28 karla og 45 kvenna á aldrinum 50 ára til 83 ára. Fólkið var prófað í vitsmunalegum æfingum en auk þess var spurt hversu oft það stundaði kynlíf. Í ljós kom að fólki sem stundaði kynlíf að minnsta kosti einu sinni í viku gekk betur í prófinu. „Það er möguleiki að aukin tíðni kynlífsathafna skili sér í betri vitsmunum,“ sagði í skýrslunni.

„Fólk vill ekki hugsa um að eldra fólk stundi kynlíf,“ sagði Heyley Wright, aðalrannsakandinn. „En við þurfum að ögra hugmyndinni í samfélaginu og horfa á hver áhrif kynlífsathafna séu á þá sem eru 50 ára og eldri.“ Hún bætti því einnig við að niðurstaðan gæfi sterka vísbendingu um mikilvægi þess að viðhalda nánu sambandi á seinni árum.

Kynlíf stuðlar að heilbrigði.
Kynlíf stuðlar að heilbrigði. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál