Er þetta rétti tíminn fyrir sambúð?

Það er gott að vera tilbúinn þegar maður hefur sambúð.
Það er gott að vera tilbúinn þegar maður hefur sambúð. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur verið erfitt að átta sig á hvort að sambúð sé tímabær eða ekki. En það breytist margt í samböndum þegar fólk fer að búa saman og það er því mikilvægt að þekkja manneskjuna vel áður en skrefið er tekið.

Þrátt fyrir að það sé erfitt að alhæfa um það hvenær rétti tíminn sé þar sem öll sambönd þróast á mismunandi hátt fékk Women's Health álit nokkurra sérfræðinga við hvað væri hægt að miða. 

Þegar parið er búið að vera saman í að minnsta kosti eitt ár

Þetta gefur fólki tíma til þess að vita hvernig hinn aðilinn virkar í hinu daglega amstri og komin reynsla á krefjandi aðstæður í sambandinu. 

Þegar parið þekkist mjög vel

Það er mikilvægt að þekkja hvort annað mjög vel og þá er ekki bara verið að tala um hver uppáhaldsmaturinn er eða uppáhaldsbíómyndin heldur hvernig hin manneskjan vill lifa lífinu. Að þekkja skapgerð manneskjunnar sem maður býr með er mjög mikilvægt. 

Ekki láta fjárhaginn ráða för

Ein af stærstu mistökunum sem pör gera er að flytja inn saman vegna fjárhagsins. Að sjálfsögðu er ódýrara að borga af einni íbúð í stað tveggja. Hins vegar segir hjónabandsráðgjafinn Caroline Madden að konur sjái það að flytja inn saman sem dýpkun á sambandi þeirra á meðan menn sjá það oftar sem þægindi og eru ekki endilega að hugsa um að giftast manneskjunni. 

Þegar þið hugsið eins um framtíðina

Það er best að flytja inn saman fyrir pör þegar þau hafa farið yfir hvert þau stefni með sambandinu. 

Þegar parið er tilbúið

Sambandsráðgjafinn Charlotte Howard segir það mestu máli skipta að láta hjartað ráð för og gera það sem lætur mann vera hamingjusaman. Það að búa saman getur sagt manni heilmikið um það hvort þetta sé rétta manneskjan eða ekki. 

Það er ekki gáfulegt að flytja inn saman bara svo …
Það er ekki gáfulegt að flytja inn saman bara svo maður þurfi ekki að borga af tveimur íbúðum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál