21 árs og með áhyggjur af meydómnum

Konan segir að það sé farið að íþyngja sér að …
Konan segir að það sé farið að íþyngja sér að vera 21 árs og hrein mey. mbl.is/Thinkstockphotos

21 árs gamall háskólanemi leitaði ráða hjá ráðgjafa The Guardian en hún hefur áhyggjur af því að vera hrein mey. 

Ég er 21 árs gömul kona og enn þá hrein mey. Ég hef átt í töluverðum erfiðleikum í fortíðinni vegna átröskunar. Eftir að ég hætti í skóla fannst mér erfitt að eignast vini af því ég einangraði sjálfa mig. Ég er á betri stað núna, en er enn frekar einmana. Ég var að klára fyrsta árið mitt í háskóla og það að vera hrein mey er farið að íþyngja mér.

Ráðgjafinn sér ekki ástæðu fyrir því að hafa áhyggjur og bendir henni á að fara varlega í sakirnar. 

Reyndu ekki að láta hópþrýsting láta þér líða ömurlega. Þú átt mun betra skilið. Trúðu á að kynvitundin muni þróast á góðum tíma. Vandamál þín við átröskun, einangrun og einmanaleika lætur þér líða öðruvísi nú þegar og ég er viss um að þig langi til að finnast sem þú tilheyrir samnemendum þínum. En að þróa getu til að tengja kynferðislega á öruggan hátt við einhvern er aldrei auðvelt og ætti alls ekki að vera gert í flýti eða í uppgerð. Þvert á móti því sem margir halda er kynlíf ekki auðvelt og náttúrulegt, það þarfnast þess að fólk læri inn á hvernig þeirra eigin líkami virkar og síðan að læra hvernig hægt er að deila því með öðrum. Það besta fyrir þig er að einbeita þér að því hafa einfaldlega gaman með öðrum, konum og körlum í ókynferðislegum aðstæðum. Þegar þú kynnist fólki ertu mun líklegri til þess að finna fyrir þrá. Á þeim tímapunkti geturðu tekið meðvitaða ákvörðun um að framfylgja tilfinningunum eða ekki. Þetta þarf að vera val frekar en blind þrá byggð á áhyggjum um geta strikað eitthvað út af listanum.

Rágjafinn mælti með því að hún flýtti sér ekki um …
Rágjafinn mælti með því að hún flýtti sér ekki um of. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál