Eru einhverjir ófélagslyndir eftir?

Kona nennir ekki að hitta vini sína á kvöldin.
Kona nennir ekki að hitta vini sína á kvöldin. mbl/skjaskot

Nútímakona leitar til ráðgjafa Elle vegna vandamáls sem hún hefur upplifað upp á síðkastið þar sem hana langar frekar að slaka á heima með kærastanum heldur en að fara út með vinum.

Kæra E. Jean. Eru einhverjir eftir í þessum heimi sem eru ófélagslyndir? Eða er ég sú eina? Ég vinn mikið og ég elska að slappa af heima með kærastanum mínum. Ég plana hittinga með vinum mínum en verð alltaf frekar pirruð þegar ég fæ skilaboð frá þeim að stinga upp á því að hittast. Mér finnst æðislegt að sjá vini mína en ég hata að finna stað, gera mig fína og mála mig, brosa, segja réttu hlutina og glíma við hávaða á veitingastöðum. Í stuttu máli þá finnst mér bara leiðinlegt að fara út. Þegar ég fer út vildi ég óska þess að ég væri bara heima með sjálfri mér. Er ég eina manneskjan á plánetunni sem líður svona?

Jean vill meina að öllum líði svona og vitnar í ástarsögu tveggja þekktra billjónamæringa, þar sem þegar maðurinn spurði konuna hvernig hennar besta kvöld liti út svaraði hún: vera heima, fara í bað, horfa á sjónvarpið og fara að sofa. Hún gat farið hvert sem er, en fannst samt best að vera bara heima. Stuttu seinna voru þau gift. Ástarsöguna notar Jean til að benda á það að nú til dags er eina fólkið sem þorir að viðurkenna löngun sína á að vera bara heima billjónamæringar.

Jean ráðleggur konunni að hitta vinkonur sínar frekar í hádegismat eða eftirmiðdags te í staðin fyrir kvöldmat eða vín og ostakvöld. Þannig ferðu að því að halda sambandi við vinkonurnar en spara kvöldin fyrir rólegheit með sjálfri þér (eða kærastanum).

E. Jean gefur ráð um hvernig maður getur haldið sambandi …
E. Jean gefur ráð um hvernig maður getur haldið sambandi við vinkonurnar en líka eytt kvöldunum heima með kærastanum. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál