Þessi sambandsráð máttu hundsa

Það borgar sig að taka almennum sambandsráðum með fyrirvara.
Það borgar sig að taka almennum sambandsráðum með fyrirvara. mbl.is/Thinkstockphotos

Það kannast margir við það að leita að svörum á Google. Hvort sem það tengist mataræði, heilsu eða jafnvel ástarsambandinu. Það þarf að hafa í huga að ráð sem eru gefin eru bara almenn og eiga ekki endilega við ákveðna einstaklinga enda erum við öll misjöfn. Yourtango tekur þó saman þrjú ráð sem fólk ætti alls ekki að falla fyrir. 

1. Aldrei gefast upp

Þó svo að þetta geti verið góð mantra í lífinu á hún ekki alltaf vel við. Sérstaklega ekki í samböndum þar sem staðreyndin er sú að það eru ekki öll sambönd sem eiga að endast. Oft líður fólki betur eftir að það hefur gefist upp og hætt saman. 

2. Það þarf alltaf að gera málamiðlanir

Þó svo að það þurfi oft að gera málamiðlanir og gefa eitthvað eftir í samböndum er það ekki alltaf réttlætanlegt. Til dæmis ef annar aðilinn fær frábært starfstilboð erlendis en hinn aðilinn vill alls ekki flytja, þá er ekki sjálfsagt að fórna starfsframanum. 

3. Stanslaus samskipti

Við heyrum ekki nógu oft hversu mikilvægt það er að eiga í opnum samskiptum. Það er hins vegar ekki nauðsynlegt að eiga í þessum samskiptum stanslaust. Ef maður er til dæmis reiður, uppstökkur og sár er stundum betra að bíða með að ræða hlutina þangað til maður hefur náð að melta tilfinningar sínar. 

Samskipti eru lykillinn að góðum samböndum, það þarf þó ekki …
Samskipti eru lykillinn að góðum samböndum, það þarf þó ekki að tala saman stanslaust. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál