Gift í 75 ár og með frábær hjónabandsráð

Hjónin eru alltaf góð við hvort annað.
Hjónin eru alltaf góð við hvort annað. mbl/skjáskot

Hjónin John og Evie frá Minnesota kynntust í sjötta bekk og eru búin að vera gift í 75 ár.

15 ára gömul fóru þau á sitt fyrsta stefnumót eftir að hafa verið skotin í hvort öðru í fimm ár.

Í tilefni 75 ára brúðkaupsafmælisins, sem er gimsteinabrúðkaup, ákvað barnabarn þeirra að gera myndband þar sem hjónin gefa sín bestu hjónabandsráð

Hér eru ráðin sem hjónin gáfu:

Haldið áfram að vera ástúðleg við hvort annað

„Hann er alltaf á eftir líkama mínum,“ segir Evie í myndbandinu. „Svo segir hann alltaf við mig „ég er 89 ára og þú kveikir enn í mér“.“

Alltaf kyssa hvort annað góða nótt.

„Ég fer alltaf á hennar hlið á rúminu og kyssi hana og segi henni að ég elski hana áður en ég sofna,“ sagði John. 

Aldrei fara að sofa í fýlu út í hvort annað

„Ef þetta er mikilvægt þá tölum við saman og leysum úr málinu, svo er það alltaf koss og góða nótt,“ segir John.

Það er mikilvægt að vera bestu vinir

„Mikilvægast er að vera góð við hvort annað og vera vinir,“ sagði Evie.

Látið hvort annað hlæja

„Ég sagði við John að ég hefði aldrei verið skotin í öðrum manni og þá sagðist hann heldur aldrei hafa verið hrifin af öðrum manni.“

„Já við hlógum lengi að þeim brandara,“ sagði John.

Verið þakklát fyrir það sem þig eigið. 

„Dagurinn í gær var sá besti í heimi þangað til ég upplifði daginn í dag því að elskan mín er alltaf mér við hlið,“ sagði John. „Við erum búin að upplifa öll þessi ár saman og það hefur verið alveg dásamlegt.“

Ekki gleyma að hafa gaman

Í lok myndbandsins er sýnt brot frá myndbandi af hjónunum að rappa við lagið „Baby got back,“ sem sýnir það að hjónin gleyma því aldrei að hafa gaman saman.

Skál fyrir ykkur John og Evie!

Evie og John hafa verið gift í 75 ár.
Evie og John hafa verið gift í 75 ár. mbl/skjáskot
Hjónin fara aldrei að sofa án þess að kyssa hvort …
Hjónin fara aldrei að sofa án þess að kyssa hvort annað góða nótt. mbl/skjáskot
John og Evie finnst mikilvægt að lára hvort annað hlæja.
John og Evie finnst mikilvægt að lára hvort annað hlæja. mbl/skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál