Síminn getur orðið kynlífstæki

Nú getur þú notað símann þinn sem titrara.
Nú getur þú notað símann þinn sem titrara. AFP

Nú getur þú breytt símanum þínum í kynlífstæki með því að hlaða niður smáforritum. Blaðamaður Cosmopolitan prófaði smáforritin og sagði frá reynslu sinni. 

Kynlífssmáforrit breyta símanum þínum í titrara en áhrif titrarans fara auðvitað eftir því hversu mikið síminn getur titrað (mismunandi eftir símum). Það eina sem þú þarft er sílikonhulstur til að setja yfir símann þinn og þá ertu komin með ágætis titrara. 

Hér eru helstu smáforritin sem eru í boði:

1. Perfect mobile massager for your beauty and health - frítt.

Þetta smáforrit er með rúmlega þúsund jákvæða dóma á netinu en þar sem forritið er frítt sýnir það þér auglýsingar á nokkurra sekúndna fresti. Sem betur fer stoppar titringurinn samt ekki þegar auglýsingarnar koma svo þú tekur ekki endilega eftir þeim. Forritið hefur þrjár stillingar; stöðugur titringur, sláandi titringur og hraður sláandi titringur. 

Blaðamaður Cosmopolitan segir þetta forrit vera allt í lagi, gott en ekki frábært. Á skalanum einn til tíu gefur hún forritinu þrjá. Henni fannst það gott, en ekki nógu gott til þess að réttlæta það að stinga símanum sínum í nærbuxurnar. 

skjáskot/Itunes

2. IVibe vibrating massager - frítt.

Þetta forrit er einnig með þremur stillingum; venjulegur titringur, hraðari titringur og fullur hraði. Það er hægt að kaupa fleiri stillingar í forritinu ef þessar duga ekki. Blaðamaður Cosmopolitan fann ekkert með fyrstu þremur stillingunum þannig að hún ákvað að eyða 200 krónum í að kaupa aðra stillingu. Enn og aftur fannst henni þetta allt í lagi, en ekkert sérstakt.

skjáskot/Itunes

3. IMassage U - frítt.

Forritið býður einnig upp á að kaupa stillingar fyrir 200 krónur en forritið var ekki nógu sterkt til að veita henni almennilega sælutilfinningu.

skjáskot/itunes

Blaðamaður Cosmopolitan telur að forrit sem þessi virki aðeins fyrir konur með mjög viðkvæman sníp vegna þess að hana vantaði alltaf eitthvað aðeins upp á til að fá almennilega fullnægingu.

En þar sem forritin eru flestöll ókeypis sakar ekkert að hlaða þeim niður og prófa þetta sjálf því flestir titrarar eru rándýrir úti í búð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál