Hvað segir forsíðumyndin um þig?

Þeir sem eru samviskusamir eru oft brosandi á forsíðumyndum á …
Þeir sem eru samviskusamir eru oft brosandi á forsíðumyndum á samfélagsmiðlum. mbl.is/Thinkstockphotos

Flestir eyða miklum tíma á samfélagsmiðlum en miðlarnir geta gefið ýmislegt í skyn um hver við erum. Indy100 greinir frá rannsókn sem greindi persónuleika 66 þúsund manns af forsíðumynd þeirra. Forsíðumyndin sem við veljum okkur á samfélagsmiðlum segir greinilega meira um okkur en við höldum.

Hér eru leiðbeiningar um hvernig hægt er að koma auga á fimm algengustu persónuleika samfélagsmiðlanotenda.

Opnir einstaklingar

Notendur sem eru opnir og forvitnir eru líklegastir til að vera með myndir af einhverju öðru en andliti sínu, þeir sýna uppreisn gegn því sem búist er við af fólki. Myndirnar eru auk þess oftast góðar. Þeir opnu sem sýna andlit eru líklegir til þess að vera með gleraugu en alls ekki sólgleraugu. Andlitin eru líka líklegri til þess að sýna neikvæðar tilfinningar en jákvæðar.

Samviskusamir einstaklingar

Fólk sem er samviskusamt á það til að vera með mynd með einu andliti sem gefur í skyn að það velji frekar að fara eftir viðurkenndri hegðun. Myndirnar eru oft litríkar, náttúrulegar og bjartar auk þess sem fólkið velur myndir sem sýna það eldra en það er. Svipur fólksins sýnir ekki endilega raunverulegar tilfinningar. Rannsakendur telja að það geti verið vegna þess að búist er við því að fólk brosi á myndum.

Úthverfir einstaklingar

Þeir úthverfu eru með litríkustu myndirnar og er jafnan margt fólk á myndunum. Þeir virðast oft yngri á myndunum en þeir eru í raun og veru eða eru myndaðir með yngra fólki. Lesgleraugu sjást lítið á myndum hjá þessu fólki.

Viðkunnanlegir einstaklingar

Þetta fólk er tengt við að vera samstarfsfúst. Myndir þess eru oft með andlitum, eru bjartar og litríkar en reynast oft óskýrar. Meira eru um jákvæðar tilfinningar á myndunum en neikvæðar.

Taugaveiklaðir einstaklingar

Þeir eru oft tengdir við neikvæðar tilfinningar og tilfinningalegt ójafnvægi. Fólk með þennan persónuleikar er ólíklegra til þess að hafa litríkar myndir og líklegra til þess að sýna neikvæðar tilfinningar. Myndirnar eru einnig ólíklegri til að sýna andlit.

Forsíðumyndir af samfélagsmiðlum segja ýmislegt um persónuleka fólks.
Forsíðumyndir af samfélagsmiðlum segja ýmislegt um persónuleka fólks.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál