Klámið sem konur horfa á í leyni

Konur horfa líka á klám.
Konur horfa líka á klám. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur verið erfitt að segja frá kynferðislegum löngunum sínum en jafnvel þó að þeir sem við elskum mest viti ekki hvað okkur órar eru miklar líkur á að tölvurnar viti það. Rannsóknir hafa sýnt fram á það að bæði konur og karlar horfi á klám, og hvernig klám þú horfir á segir margt um þig og þína draumóra.

Rannsóknarmaður frá Harvard-háskóla, Seth Stephens-Davidowitz  stýrði rannsókn til að finna út hvað leitarniðurstöður netsins segja til um kynferði fólks. Rannsóknarmennirnir  greindu upplýsingar frá stærstu klámsíðum netsins og ræddu svo niðurstöðurnar í viðtali við VOX.

Gögnin sem komu fram úr rannsókn Stephens-Davidowitz sýndu meðal annars fram á það að fleiri samkynhneigðir menn eru enn í skápnum en fólk hélt, margir menn eru meira fyrir konur í yfirstærð en þeir hafa þorað að viðurkenna og margar konur eru hræddar um að maður þeirra sé samkynhneigður. 

Það sem kom mest á óvart samt sem áður voru niðurstöður rannsóknarinnar um klámáhorf kvenna. 

„20 prósent af klámi sem konur horfa á er um tvær konur að stunda kynlíf,“ sagði hann. „Mjög mikið af gagnkynhneigðum konum horfa á lesbískt klám,“ hann bætti einnig við að margar konur horfi á gróft eða ofbeldisfullt kynlíf.

„Ég hata að segja þetta því karlrembur elska að heyra þetta, en konur horfa mun meira á ofbeldisfullt klám en menn. Hlutfall kvenna sem horfa á gróft klám er eins um allan heim, það tengist því ekkert hvernig er komið fram við konur í því landi,“ sagði Stephens-Davidowitz.

Konur horfa á meira ofbeldisfullt klám en karlar.
Konur horfa á meira ofbeldisfullt klám en karlar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál