Unnustan laug um kynlífslanganir sínar

Unnustan var ekki fullkomlega hreinskilin þegar hún byrjaði með manninum.
Unnustan var ekki fullkomlega hreinskilin þegar hún byrjaði með manninum. mbl.is/Thinkstockphotos

Maður sem finnst unnusta sín hafa svikið sig leitaði ráða hjá Pamelu Stephenson Connolly, sálfræðingi og ráðgjafa The Guardian

„Áður en ég og unnusta mín byrjuðum saman áttum við heiðarlegt samtal um kynlífslanganir okkar. Nokkrum árum síðar finnst mér eins og ég hafi verið blekktur og logið að mér. Ég finn fyrir miklum missi og depurð. Það kom líka í ljós að hún átti mun frjálsari fortíð en ég, ég var blekktur varðandi það líka. Hún er mjög sjálfselsk og krefst stöðugrar athygli en hún svarar ekki í sömu mynt. Öll mín óhamingja er tekin sem gagnrýni.“

Connolly mælti með því að hann færi yfir málin af yfirvegun. 

„Það eru margar ástæður fyrir því að þú hefur kosið að eyða nokkrum árum með konu sem virðist gera þig óhamingjusaman og það er þess virði að leita svara. Mögulega finnst þér þú óverðugur, þú trúir ekki að þú eigir betra skilið eða veist einfaldlega ekki hvernig þú átt að fá þarfir þínar uppfylltar.

Hvað um það, þú kvartaðir yfir efni sem þarfnast útskýringa. Í fyrsta lagi eru hreinskilnislegar samræður um kynlífslanganir oft ein hlið af tælingu sem ætti ekki að taka sem sannleika, þetta er frekar eins og forleikur. Í öðru lagi vegna stöðu kynjanna er það sjaldgæft, sérstaklega hjá konum, að þær séu fullkomlega hreinskilnar varðandi fyrri sambönd.

Varðandi samskiptaatriðið; er mögulegt að þú komir ekki vandamálum þínum á framfæri á augljósan hátt? Reyndu að eiga samræður við hana þar sem þú kennir henni ekki um en reynir að láta hana skilja þjáningu þína og hlustaðu síðan á tilfinningar hennar. Með sama hætti reyndu þá að láta hana útskýra þannig að henni líði vel með það hvað hún vill í kynlífi. Þá geturðu tekið meðvitaða ákvörðun um framtíðina.“

Manninum finnst hann hafa verið blekktur.
Manninum finnst hann hafa verið blekktur. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál