Boðið á stefnumót í jarðarför

Gretu fannst sérstakt þegar frændinn byrjaði að daðra við hana …
Gretu fannst sérstakt þegar frændinn byrjaði að daðra við hana í jarðarför. mbl.is/Thinkstockphotos

Stefnumótamenning fer alltaf í meira mæli fram á samfélagsmiðlum. Það eru þó alltaf einhverjir sem kynnast á hefðbundinn hátt í gegnum vini eða úti á skemmtanalífinu. Enn aðrir hafa hins vegar fengið boð á stefnumót á ótrúlegustu stöðum. Nokkrar konur deildu sínum sögum með Women's Health

Í jarðarför

Hin 31 árs gamla Greta fór í jarðarför ömmu vinar síns. Þegar sjálfri jarðarförinni var lokið fór maður á svipuðum aldri og hún að daðra við hana. Henni fannst skrítið að vera að tala við einhvern á skemmtilegum nótum um venjulega hluti í jarðarför en hún lét þó manninn fá símanúmerið sitt. Það kom í ljós að þetta var frændi vinar hennar sem var nýhættur með kærustu sinni. Hún ákvað að gera ekkert meira í málunum. 

Rétt eftir að leið yfir hana á æfingu

Lydia S sem er 33 ára var í erfiðum bootcamp-tíma í mjög heitu veðri. Hún hafði ekki borðað neitt og var ekki með neitt vatn á sér. Þetta endaði með því að það leið yfir hana. Þegar hún komst til meðvitundar stóðu þjálfarinn og einn maður úr tímanum yfir henni. Á meðan þjálfarinn hljóp og náði í símann hennar sá æfingafélaginn opinn glugga. Hann sagðist vita hvað myndi láta henni líða betur, það væri eitt kvöld með honum. Lydia var ekki tilbúin í svona daður á þessum tímapunkti. 

Eftir að hafa hringt í vitlaust númer 

Hin 38 ára gamla Molly M. var að hringja í eina símanúmerið sem hún kann utan að, númer foreldra sinna. Hún ýtti hins vegar á þrjá í stað sjö og var mjög brugðið þegar maður svaraði í símann sem hún þekkti ekki. Þau byrjuðu að spjalla saman vegna þess að honum fannst þetta fyndið. Þau ákváðu að lokum að hittast og eru búin að vera saman í hálft ár. 

Á biðstofunni hjá sálfræðingnum

Claire er 29 ára og hitti kærasta sinn á biðstofunni hjá sálfræðingnum sínum. Claire var að klára sinn tíma og kærastinn var að bíða. Þeim til mikillar hamingju var sálfræðingurinn eitthvað seinn svo þau byrjuðu að tala saman. Hann bauð henni í drykk og hún sá ekki eftir því enda hafa þau verið saman í tvö ár. Kærastinn fékk sér að vísu nýjan sálfræðing. 

Í búðinni að kaupa túrtappa og getnaðarvarnir

Hin 26 ára gamla Debby hélt á getnaðarvörnum og túrtöppum þegar hún rakst á mann og missti þessa tvo vandræðulegu hluti eins og hún lýsir þeim á gólfið. Maðurinn beygði sig niður og lét hana fá hlutina og sagði takk. Hún lenti síðan við hliðina á honum á kassanum og þá spurði maðurinn hana um símanúmerið hennar. Hún var ekki alveg til í það. 

Það er hægt að finna ástina á ólíklegustu stöðum.
Það er hægt að finna ástina á ólíklegustu stöðum. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál