Bestu stellingarnar þegar þú ert stressuð

Stress getur komið í veg fyrir góða fullnægingu.
Stress getur komið í veg fyrir góða fullnægingu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það er árið 2017 og ekki svo óalgengt að hin dæmigerða nútímamanneskja sé stressuð. Stress hefur ekki bara áhrif á andlega líðan okkar heldur getur það komið í veg fyrir fullnægingu. Kynfræðingurinn Megan Stubbs fór yfir með Women's Health hvað væri hægt að gera í málunum. 

Stubbs mælir með því því að fólk geri það sem sem því þykir gott. Það gæti verið að spila róandi tónlist eða kveikja á kertum. En það sem er mikilvægast að sögn Stubbs er að fara rólega. Einn snöggur er ekki málið þegar stress er annars vegar. Stubbs mælti með nokkrum stellingum sem eru tilvaldar þegar stressið er mikið. 

Hundurinn

Stundum er besta leiðin til að losna við stressið að láta aðra um stjórnina. Í þessari stellingu getur karlinn haft góða stjórn og konan getur slakað vel á. 

Skeiðin

Þessi stelling sýnir vel hvernig endorfín losnar við líkamlega snertingu og gerir það að verkum að það slaknar á taugunum. Þar sem þessi stelling býður upp á mikla snertingu á eftir að slakna á þér á skömmum tíma. 

Liggjandi hundur

Þessi stelling er lík hundinum. En bónusinn við þessa stellingu að að þú getur eiginlega lagst alveg niður sem kemur sér sérstaklega vel þegar dagurinn er búinn að vera erfiður. Hér getur verið gott að anda djúpt. 

Kúrekinn

Kúrekinn er tilbrigði af hinni vinsælu trúboðastellingu en í kúrekanum er karlinn aðeins uppréttari. Þetta gerir það að verkum að snípurinn fær meiri örvun sem gerir það að verkum að fullnægingin verður enn þá betri. Auk þess að það er mikil snerting og nóg af tækifærum fyrir gott augnsamband sem lætur þér líða enn betur. 

Skeiðin er góð í stressi.
Skeiðin er góð í stressi. mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál