Fær 330 þúsund frá sykurmömmu

Samantha í Sex and the City var þekkt fyrir að …
Samantha í Sex and the City var þekkt fyrir að sofa hjá mun yngri karlmönnum. skjáskot/IMDB

Flestir hafa heyrt um hugtakið sykurpabbi en það er þegar ungar stelpur byrja með eldri manni sem dælir í þær peningum og borgar allt fyrir þær. Hins vegar hefur ekki mikið verið fjallað um sykurmömmur í fjölmiðlum og þess vegna ákvað Refinery 29 að taka viðtal við 27 ára mann sem á sykurmömmu sem borgar leigu hans og ræktarkort mánaðarlega.

Alls kyns samfélagsmiðlar og smáforrit eru til nú til dags þar sem fólk getur skráð sig og vonast til þess að eignast ýmist sykurmömmu eða sykurpabba. Heimasíðan Arrangement.com er ein af þeim vinsælustu.

Hvar átt þú heima?

„Ég ólst upp í New York og flutti svo til San Francisco eftir háskóla og er nú að klára master í viðskiptafræði og vinn á kaffihúsi. Ég þekkti engan þegar ég flutti til San Francisco svo að ég skráði mig á nokkrar stefnumótasíður til þess að reyna að kynnast fólki.“

Hvaða stefnumótasíður voru það?

„Ég prófaði Tinder og Bumbe en það var ekki fyrr en fimm mánuðum seinna sem ég prófaði Arrangement.com en sá miðill er grundvöllur fyrir fólk sem vill eignast sykurmömmu eða pabba. Í fyrstu var ég mjög efins um þetta allt saman en þá sá ég greinar um stráka sem gerðu þetta og ég ákvað bara að prófa.“

Hvernig var fyrsta stefnumótið þitt með sykurmömmu?

„Ég hafði enga hugmynd um hvað ég var búinn að koma mér út í. Þetta var bara mjög venjulegt stefnumót. Allir halda alltaf að þetta sé eitthvað voða krassandi en við bara borðuðum og fengum okkur nokkra drykki. Ég er bara búin að vera á þessari síðu í svona ár svo að ég hef aðeins átt þrjár sykurmömmur.“

Hvernig virkar þetta og hver eru skilyrðin?

„Sykurmamma mín er 46 ára, skilin, hún á eitt barn og með mjög góða vinnu. Akkúrat núna borgar hún fyrir íbúðina mína, sem er frábært, og svo borgar hún fyrir ræktarkortið mitt. Leigan mín er um 300.000 krónur á mánuði og svo er kort í ræktina um 30.000 á mánuði. Ég hef líka farið með henni til Miami og Mexíkó og við erum búin að plana saman annað frí saman.“

Hvernig urðu þessir skilmálar til?

„Hún bauðst til þess að borga leiguna mína þegar ég var að tala um hvað mér fannst allt dýrt í San Francisco en ræktin byrjaði sem grín sem er nú partur af þessu. Hún leggur bara inn á mig á hverjum mánuði.“

Stundið þið kynlíf saman?

„Já, það var skrýtið fyrst en mér finnst ekkert skrýtið við það lengur.“

Hvað var skrýtið við það?

„Bara því ég vissi að hún var að fara borga leiguna mína og það er ekki hefðbundna leiðin til að vera í sambandi með einhverjum. En nú finnst mér þetta æðislegt.“

Af hverju ertu að gera þetta?

„Peningarnir eru rosalega mikill bónus, að fá 330.000 krónur á mánuði aukalega er bara geðveikt. En svo líkar mér líka alveg vel við hana og mér finnst gaman að eyða tíma með henni. Ef ég fengi ekki neina peninga frá henni þá held ég að ég myndi alveg vilja halda áfram að hitta hana.“

Myndir þú breyta einhverjum skilyrðum ef þú gætir?

„Ég væri til í að ferðast meira. Það getur verið erfitt að finna einhvern sem hefur tíma og peninga til að ferðast mikið en ég myndi þiggja minna fyrir leigu og ferðast meira ef það væri hægt.“

Er þetta eina sykurmamma þín í augnablikinu?

„Já. Það er hægt að fá fullt af peningum ef þú hittir margar konur í einu og átt margar sykurmömmur en mér finnst best að hitta bara eina í einu.“

Er þetta samband alvarlegt fyrir þér?

„Ég sé þetta ekki sem bara kynlíf og ekkert meir. Ég myndi samt ekki segja að við værum beint kærustupar, út af öllum skilmálunum og það. Ég sé hana þrisvar í viku og ég held hún fari alveg á stefnumót með öðru fólki. En við höfum bara aldrei beint talað um hversu alvarlegt sambandið er, ég er viss um að það gerist einhvern tímann.“

Myndir þú giftast sykurmömmu?

„Ég get ekki alveg sagt það því ég veit það ekki. Svona samkomulög eru enn þá ekki alveg samþykkt af samfélaginu og fólk lítur þetta enn hornauga. Mér þyrfti að líka mjög vel við konuna til að gera það.“

Bíómyndin The Graduate fjallar um ástarsamband Mrs. Robinson og Benjamin …
Bíómyndin The Graduate fjallar um ástarsamband Mrs. Robinson og Benjamin Braddock. skjáskot/IMDB
Jules Cobb í þáttunum Cougar Town leitar í yngri stráka …
Jules Cobb í þáttunum Cougar Town leitar í yngri stráka rétt eftir skilnað sinn. skjáskot/IMDB
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál