Sjö ráð fyrir betra kynlíf

Konur frá frekar fullnægingu ef þær klæðast sokkum.
Konur frá frekar fullnægingu ef þær klæðast sokkum. mbl.is/Thinkstockphotos

Bandaríska lífsstílstímaritið Brother tók saman nokkrar rannsakaðar staðreyndir sem gera kynlífið betra.

Vertu í sokkum. Í rannsókn háskólans í Groningen kom fram að fullnæging kvenna fór frá 50% upp í 80% ef þær klæddust sokkum. 

Drekktu rauðvín. Rannsókn frá 2009 sýnir að raunvínsdrykkja eykur kynhvöt kvenna á meðan hún hækkar testósteronmagn karla. 

Vertu óeigingjarn. Þeir sem eru hjálpsamir stunda oftar kynlíf en þeir sem eru eigingjarnir. Gæska er gjöf sem gefur.

Finndu hótelherbergi. Best er að stunda kynlíf á hótelherbergi vegna þess að nýtt umhverfi eflir dópamínmagn heilans. Mikið dópamín í bland við afslappað andrúmsloftið í fríinu er ávísun á fullkomið kynlíf.

Ekki stunda of mikla líkamsrækt. Rannsókn sem gerð var í háskólanum í Norður-Karólínu sýndi að karlmenn sem stunda mikla líkamsrækt eru yfirleitt með minni kynhvöt en þeir sem hreyfa sig minna. 

Segðu hvað þú vilt. Rannsókn frá háskólanum í Kentucky sýnir að pör sem tala um kynlífið sitt og segja frá því sem þeim finnst gott eru miklu hamingjusamari í sambandinu.

Áfengi er kynorkuaukandi. Áfengi deyfir þann hluta heilans sem stjórnar því sem þú leitar að í maka. Þess vegna langar þig að sofa hjá hverjum sem er. 

Best er að stunda kynlíf á hótelherbergi.
Best er að stunda kynlíf á hótelherbergi. mbl.is/ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál