Elskar kærustuna en sefur hjá öðrum

Maðurinn heldur að hann sé að missa af skemmtilegri stelpum.
Maðurinn heldur að hann sé að missa af skemmtilegri stelpum. mbl.is/Thinkstockphotos

Karlmaður hafði samband við Deidre ráðgjafa The Sun eftir að hann hafði samband við fyrrverandi kærustu sína eitt laugardagskvöld og stundaði með henni kynlíf.

Ég elska kærustuna mína en þegar við erum heima saman finnst mér eins og ég sé að missa af svo miklu. Ég er 24 ára og kærasta mín er 23 ára. Við erum búin að vera saman í tvö ár og ég elska hana mjög mikið. Við eigum okkar góðu og slæmu punkta eins og flest pör. Stundum er meira um slæma en góða, eða það finnst mér.

Þrátt fyrir að ég elska kærustuna mína finnst mér gaman að horfa á aðrar konur úti á götu. Fyrir mér er það bara náttúrulegt að ég verði hrifinn af fallegum stelpum. Ég er fínn þegar ég er edrú en þegar ég er búinn að fá mér nokkra vodka þá verð ég kærulaus og læt eins og hræðilegur daðrari. Ég byrja að senda fyrrverandi kærustum skilaboð og segi alls konar hluti bara til þess að hafa smá læti. Morguninn eftir er ég fullur eftirsjár og kenni drykkjunni um.

Þetta laugardagskvöld fóru hlutirnir úr böndunum. Mín fyrrverandi er 22 ára og flott stelpa. Kynlífið var frábært en þegar því lauk var ég sakbitinn og vondur. Ég veit ekki hvað er málið með mig. Þegar ég er heima með kærustunni minni finnst mér eins og lífið þjóti fram hjá mér og ég gæti verið úti og skemmt mér frábærlega með stelpu sem er skemmtilegri en kærastan mín.

Ég geri mér grein fyrir að þessar hugsanir eru ekki sanngjarnar gagnvart kærustunni minni vegna þess ég veit að hún er að gera sitt besta. Ég er hræddur við að missa hana og ég veit hún myndi drepa mig ef hún sæi mig með einhverri annarri. Það kemur samt ekki í veg fyrir að mér líði og hagi mér eins og ég geri.

Deidre vorkennir kærustunni hans og telur að karlmaðurinn viti ekki hvað það er að vera ástfanginn þrátt fyrir að hann segist vera það.

Þú tekur á móti ást hennar en það er eins og þér finnist ekkert gaman að vera með henni. Þú ert ekki einu sinni trúr henni, svo af hverju ertu með henni? Er það bara af því þú ert hræddur um að vera einn? Þú ert bara 24 ára, á meðan margir menn á þínum aldri eru tilbúnir að skuldbinda sig einhverjum og festa ráð sitt viljugir og hamingjusamlega þá er staðreyndin sú að þú ert það ekki.

Ef skuldbinding er ekki það sem þú vilt þá er betra að halda áfram í staðinn fyrir að svíkja. Segðu kærustunni þinni að vandamálið sért þú ekki hún og vertu frjáls.

Manninum finnst ekki kærastan nóg.
Manninum finnst ekki kærastan nóg. mbl.is/Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál