5 algengar spurningar um meðgöngukynlíf

Það ætti að vera í lagi að stunda kynlíf á …
Það ætti að vera í lagi að stunda kynlíf á meðgöngu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það þarf ekki að hætta að stunda kynlíf þrátt fyrir að kona verði ólétt. Hins vegar breytist líkaminn og þarf að taka tillit til þess. Women's Health fór yfir nokkrar algengar spurningar varðandi kynlíf á meðgöngu. 

Getur kynlíf á meðgöngu leitt til fósturláts?

Kynlíf veldur ekki fósturláti, ekki einu sinni á fyrsta hluta meðgöngunnar þegar líkur á fósturláti eru meiri. Ef þunguðum konum blæðir pínu og læknirinn er ekki viss um hvort það sé vegna þess að fósturlát muni eiga sér stað ætti ekki að stunda kynlíf að sögn kvensjúkdómalæknis. 

Á kynlöngunin að vera meiri eða minni?

Það sama gildir ekki um alla þegar kemur að þessu. Fyrstu þrjá mánuðina líður mörgum konum illa og eru því ekki í miklu stuði fyrir kynlíf. Næstu þrír mánuðir eru oft betri og eru margar konur sem finna fyrir meiri kynlöngun þar sem þeim líður betur og eru orkumeiri. Á síðustu þremur mánuðunum á kynlöngunin til að minnka aftur. En eins og áður segir þá er þetta mjög persónubundið. 

Á typpið eftir að meiða fóstrið?

Það er mjög ólíklegt að typpi maka þíns sé nógu stórt til þess að ná upp að fylgjunni. Auk þess sem það er nóg af fyrirstöðu milli píkunnar og fylgjunnar. 

Mun fullnæging koma hríðum af stað?

Svarið við þessari spurningu væri oftast nei, en líkurnar á því að fullnæging komi fæðingu af stað eru mjög litlar. Það er eðlilegt að konur finni fyrir smá samdráttum eftir fullnægingu en svo lengi sem það á sér ekki stað í yfir einn eða tvo klukkutíma þá ætti allt að vera í góðu. 

Hvaða stelling er best fyrir óléttar konur?

Stellingar sem þrýsta ekki mikið á legið. Þetta eru stellingar eins og konan ofan á og hundurinn. 

Það er gott að stunda kynlíf í stellingum sem þrýsta …
Það er gott að stunda kynlíf í stellingum sem þrýsta ekki of mikið á legið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál