Karlar mega varast þetta í munnmökum

Ekki skal taka munnmökum sem sjálfsögðum hlut.
Ekki skal taka munnmökum sem sjálfsögðum hlut. mbl.is/Thinkstockphotos

Sumir hata að veita karlmönnum munnmök og svo eru aðrir sem elska það. En þó svo að einhverjir hafa ánægju af því að veita munnmök eru líklega nokkur atriði sem karlar eiga til með að gera sem falla ekki í kramið. Cosmopolitan fór yfir þessi atriði.  

Að fá fullnægingu án þess að láta vita

Það er ágætt að fá smá aðvörun áður en allt spýtist upp í kok. 

Krafa um að fara á hnén

Ef þessi staða er þægileg fyrir báða aðila er allt gott og blessað. En ef gólfið er hart þá á sá aðili sem er að veita munnmökin skilið að fá að fara upp í rúm eða sófa. 

Halda um höfuðið og þrýsta því að sér

Þetta er ekki þægilegt fyrir þann sem er að veita munnmökin. Leyfðu manneskjunni að stjórna og ráða hversu mikið fer inn í munn hennar. 

Hreinlæti

Ákveðið hreinlæti þarna niðri er ef til vill lágmarkskrafa sem hægt er að gera. Það er sniðugt að skvetta smá vatni þarna niðri og skola af sér pungsvitann áður en leikur hefst. 

Hljóð

Það er þakklát að gefa frá sér hljóð. Hvort sem það er dónalegt tal, stunur eða ábendingar um hvað sé gott. 

Of langt

Það tekur menn að sjálfsögðu mislangan tíma að fá það í munnmökum rétt eins og í samförum. Ef þú sérð að manneskjan sem er að veita munnmökin er að reyna koma sér betur fyrir til dæmis eins og hún sé orðin þreytt í öxlunum þá er komin tími á að breyta um stöðu eða gera eitthvað annað. Hinn aðilinn er jafnframt hvattur til að segja eitthvað. 

„Sjúgðu typpið mitt“

Þessi skipun er ekki vinsæl hjá öllum. Betra er að biðja á nærgætnari hátt. 

Væntingar um að manneskjan vilji kyngja

Ekki ætti að gera væntingar um að manneskjan vilji endilega kyngja eftir munnmök. Sæði er ekki það versta sem hægt er að kyngja en það er ekki beint hægt að segja að það sé heldur það besta.  

Að láta eins og tott sé sjálfsagt

Munnmök eru ekki sjálfsagður hlutur og það er ágætt að bjóðast til að endurgjalda í sömu mynt. 

Neita að fara niður á konu

Karlmaður sem þiggur munnmök frá konu og vill síðan ekki borga í sömu mynt ætti að hugsa sinn gang. 

Upplagt er að karlmenn svari í sömu mynt ef vilji …
Upplagt er að karlmenn svari í sömu mynt ef vilji er fyrir hendi. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál