Sannleikurinn um brúðkaupsnóttina

Nýgift hjón eru oft þreytt á þegar kemur að brúðkaupsnóttinni.
Nýgift hjón eru oft þreytt á þegar kemur að brúðkaupsnóttinni. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk ímyndar sér oft að frábært og rómantískt kynlíf sitji punktinn yfir i-ið á brúðkaupsdeginum. Cosmpolitan fékk nokkra menn til þess að deila því með hvernig kvöldið endaði hjá þeim á einum stærsta degi lífs þeirra, brúðkaupsdeginum. 

Rob, 31 árs

„Í hreinskilni, við vorum of þreytt í lok brúðkaupsins að við sofnuðum. Morguninn eftir þurftum við að vakna snemma til þess ná flugi fyrir brúðkaupsferðina. Við stundum fullt af kynlífi fyrir og eftir. Brúðkaupið var bara svo mikill hvirfilvindur að við sofnuðum án þess að ætla það.“ 

Seth, 29 ára

„Það var frábært. Við ákváðum að gera nóttina sérstaka. Við létum setja upp kerti og rósablöð (sérstakar þakkir til brúðarmeyjanna fyrir þessa vandræðalegu vinnu). Konan mín var í undirfötum og ég var í fínum nærbuxum. Við vorum með olíur og annað og skemmtum okkur vel og pössuðum að nóttin væri rómantísk og sérstök.“ 

Matt, 28 ára

„Ég var til í brúðkaupsnæturkynlíf en konan mín sofnaði á meðan ég var á klósettinu. Til þess að vera sanngjarn þá var hún búin að vera vakandi mjög lengi og við vorum bæði búin að vera á hlaupum þennan dag. Það tekur á að giftast. Við bættum þó algjörlega upp fyrir það í brúðkaupsferðinni.“

Anthony, 30 ára

„Það var gott en hvorugt okkar var upp á sitt besta þetta kvöld. Ég vil ekki segja að mér fannst ég tilneyddur til þess að stunda kynlíf, en það er þessi hugmynd um brúðkaupsnóttina. Við skemmtum okkur vel en brúðkaupsferðarkynlífið var svo miklu betra. Ég held að það sé þetta nýja brúðkaupsnæturkynlíf og hugmyndin um brúðkaupsnóttin sé mikilvæg er frekar úrelt.“

Zack, 28 ára

„Ég veit ekki hvernig það gerðist en foreldrar hennar komu með fullt af gjöfum á meðan við vorum að gera það. Ég veit ekki af hverju þeim fannst það góð hugmynd að opna hurðina (ég held að fyrr um daginn þegar allir voru að gera sig til hafi mamma hennar fengið auka lykil). Þau voru að reyna að hjálpa, held ég og þrífa en ég meina, halló. Allir vita hvað gerist í brúðkaupssvítunni. Mér líður ekki illa yfir því. Þau gerðu sjálfum sér þetta. En þetta svarar spurningunni þinni: nóttin var eyðilögð.“

mbl.is/Thinkstockphotos

Tom, 29 ára

„Hún var mjög indæl. Annarsvegar þá var þetta ekkert sérstakt en hinsvegar var þetta sérstakt af því að þetta voru tímamót og bara falleg nótt og við vorum tengd.“

Scott, 28 ára

„Við áttum venjulegt og frábært kynlíf og pöntuðum síðan pizzu og borðuðum hana nakin upp í rúmi af því við vorum ekki heima, þannig já þetta var góð upplifun.“

Will, 28 ára

„Konan mín fór upp til þess að skipta um föt fyrir eftirpartýið. Hún kom ekki aftur niður þannig ég fór upp og athuga með hana og hún var sofandi í brúðkaupskjólnum sínum. Ég snéri mér við og eyddi brúðkaupsnóttinni með gestunum og fór upp seinna. Hún var ennþá sofandi. Brúðkaupsnóttin okkar varð að brúðkaupsmorgni.“

mbl.is

Karl-Johan Persson á leið til Íslands

12:00 Framkvæmdastjóri H&M, Karl-Johan Persson mun mæta á opnun H&M í Smáralind 26. ágúst. Hann er milljarðamæringur og barnabarn, hann tók við starfinu 2009. Meira »

Birtist óvænt í vinsælli hönnunarbók

09:00 Innanhúsarkitektinum Elínu Þorsteinsdóttur brá heldur betur í brún þegar myndir af íbúðahóteli sem hún hannaði blöstu við henni á síðum hönnunarbókar eins stærsta húsgagnaframleiðanda í Evrópu Meira »

Brjóstahandklæði sem eru að gera allt tryllt

06:00 Erin Robertson hætti ekki að svitna undir brjóstunum þegar hún var að gera sig til fyrir stefnumót. Þegar hún fann enga nógu góða lausn við vandamálinu fékk hún sjálf þá stórgóðu hugmynd að hanna brjóstahandklæði. Meira »

Tímabilið sem giftar konur halda fram hjá

Í gær, 23:57 Konur og karlar íhuga framhjáhald á mismunandi tímabilum í lífinu.   Meira »

Leiðarvísir að unaðslegu bílakynlífi

Í gær, 21:00 Það getur verið skemmtilegt að stunda kynlíf annars staðar en uppi í rúmi. Bílar eru tilvalinn staður ef maður vill bregða sér út af heimilinu. Hins vegar er ýmislegt sem þarf að hafa í huga enda bæði lítið pláss og gluggar á öllum hliðum. Meira »

Stór rass góður fyrir heilsuna

Í gær, 18:00 Betra er að safna fitu á mjöðmum og rassi heldur en á magasvæðinu ef horft er á rannsókn sem mat áhættu á hjartaáfalli, heilablóðfalli og sykursýki tvö. Meira »

Grand í Safamýrinni

í gær Endurnýjuð glæsileg sérhæð í Safamýri er komin á sölu. En hver hlutur hefur verið vandlega valin í íbúðina sem býr yfir miklum heildarsvip, Meira »

Afsannar mýtur um hollan mat

Í gær, 15:00 Breskur heilsubloggari að nafni Lucy Mountain vill breyta því hvernig fólk hugsar um hollustu með því að afsanna nokkrar algengar mýtur sem segja fólki hvað sé „hollt“ eða „óhollt“. Meira »

116 ára gömlu húsi breytt í nútímahöll

í gær Kanadísku hönnunarstofunni Audax tókst einstaklega vel upp þegar hún fékk það verkefni að taka gamalt hús í gegn.   Meira »

Gerir stólpagrín að líkamsræktarbloggurum

í gær Edward Lane eða Wellness Ted eins og hann heitir á Instagram finnst fólk sem birtir myndir af heilsusamlegum lífsstíl vera of alvarlegt en hann birtir reglulega myndir af sér með teiknaða magavöðva að borða óhollan mat. Meira »

Dýrasta brúðkaup ársins?

í fyrradag Rússneskur stjórnmálamaður að nafni Aleksey Shapovalov rataði í heimsfréttirnar fyrr á árinu þegar hann bað kærustu sinnar með 70 karata demants-giftingahring að virði tæpra milljarð íslenskra króna. Meira »

Heldur fram hjá með fyrrverandi

í fyrradag „Hann gerði sig að algjörum bjána þegar ég fann varalit á skyrtunni hans. Maður mundi halda að menn myndu fjarlægja sönnunargögnin en þarna var það. Þegar ég talaði við hann viðurkenndi hann að hafa sofið hjá henni. Hann dirfðist að segja að þau væru sálufélagar þó svo að þau væru bara búin að þekkjast í nokkrar vikur.“ Meira »

Þyngdin skiptir ekki máli

í fyrradag Jógakennarinn Maria Odugba er lífandi sönnun þess að það er ekki samansem merki að vera mjór og að vera í góðu formi. „Ég trúi því að allir eigi að vera heilbrigðir en það þýðir ekki að fólk þarf að vera grannt.“ sagði Odugba. Meira »

Taka rassamyndir í nafni sjálfsástar

16.8. Listakonur frá Montreal í Kanada, Emilie Mercier og Frédérique Marsille, stofnuðu 1001 Fesses, sem þýðir 1001 rass á íslensku. Meira »

Draumagarður í sinni tærustu mynd

16.8. Ertu að hugsa um að stækka pallinn eða gera garðinn ógleymanlegan? Garðurinn í kringum þetta meistarastykki ætti svo sannarlega að fá verðlaun, svo flottur er hann. Meira »

Lyftingar ekki bara fyrir fitness-stjörnur

15.8. Michelle Franklin missti 50 kíló með því að stunda lyftingar og breyta matarræðinu. Franklin sem er 51 árs gömul amma vill sýna fólki að lyftingar eru ekki aðeins fyrir fitness-stjörnur á Instagram. Meira »

Svona þværðu hárið úti í geimnum

í fyrradag Geimfarinn Karen Nyberg sýnir fólki hvernig hún heldur hári sínu hreinu á meðan hún er í geimnum.   Meira »

Klósettpappír nýtist ekki bara á klósettinu

16.8. Ef þú nennir ekki í ræktina er tilvalið að gera æfingar heima. Skortur á ræktartækjum er engin fyrirstaða þar sem vel má nota klósettpappír við æfingar. Meira »

Kennir hundunum um litla kynlífslöngun

15.8. „Kynlífslöngun okkar var aldrei á sömu bylgjulengdinni en síðustu fjögur ár hefur hann eiginlega ekki haft neinn áhuga á kynlífi. Hann kennir hundunum um.“ Meira »

Flottir veggir í piparsveinsíbúð

15.8. Flottir veggir og skandinavískur stíll einkenna glæsilega piparsveinsíbúð sem nýlega var tekin í gegn.   Meira »