Kennir hundunum um litla kynlífslöngun

Konan er ósátt við kynlífslöngun eiginmanns síns.
Konan er ósátt við kynlífslöngun eiginmanns síns. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem var orðin þreytt á kynlífsleysinu í hjónabandinu leitaði til Mariellu ráðgjafa The Guardian

Ég og eiginmaður minn höfum verið saman í næstum því tíu ár. Kynlífslöngun okkar var aldrei á sömu bylgjulengdinni en síðustu fjögur ár hefur hann eiginlega ekki haft neinn áhuga á kynlífi. Hann kennir hundunum um (hann vill ekki stunda kynlíf þegar hann heyrir í þeim), en ég er að velta fyrir mér hvort að hann hafi ekki bara minni löngun, auk mikils stress. Við erum komin niður í stutt kynni á tveggja mánaða fresti eða svo, sem ég byrja alltaf. Ég hef alltaf verið mikil kynlífsvera og ég er að verða brjáluð. Ég varð æst við það að fara í húsasmiðjuna í gær. Ég hef talað við hann um þetta og hann hlær bara á taugaveiklaðan hátt. Hann vill ekki tala við sálfræðing, ekki einu sinni nafnlaust á netinu. Ég veit ekki hvað á að gera.

Mariella svarar konunni og segir henni að þetta vandamál sé ekki svo óalgengt. Hún bendir á að kynlíf og fjarvera þess sé oft einkenni stærri vandamála og séu sjaldan einangruð vandamál. Það sé eðlilegt að vera kvíðinn á þeim tímum sem við lifum enda nóg til þess að hafa áhyggjur af og minni kynlögun kann að vera það sem fólk hefur ekki mestar áhyggjur af. Hún segir þó að nálægðin sem kynlíf skapar sé eins mikilvægt og gott mataræði.

Byrjum að fyrra bragði og fjarlægum hundana, hvar sem þið geymið hundana þá mæli ég með því þeir verði færðir fjær. Eins og svo gerist svo oft þá ert þú búin að skilgreina rót vandans. Hugur eiginmanns þíns er ekki í standi til þess skilja eðlilæga löngun og að takast á við það er ennþá erfiðara.

Mariella bendir á að það sé gott að leggja frá sér símann og prófa eitthvað nýtt eins og að stunda kynlíf seinnipartinn í stað þess að gera það seint á kvöldin þegar þau eru orðin þreytt. Hún mælir einnig með því að þau búi til tíma fyrir hvort annað án þess að hafa eitthvað ákveðið í huga. Þessar litlu breytingar gætu opnað einhverjar dyr og bendir á það séu líka fullt af kynlífsráðgjöfum sem geta bent á myndrænni leiðir.

Til að byrja með myndi ég vinna að andrúmsloftinu á milli ykkar. Þegar kynlíf er ekki lengur aðalatriðið í sambandinu er auðvelt að taka það af dagskrá. Stundum þarf annað ykkar, eins ósanngjarnt og það hljómar, að bera ábyrgð á því að koma hlutanum á réttan stað.

Maðurinn kennir hundunum um kynlífsleysið.
Maðurinn kennir hundunum um kynlífsleysið. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál