Reyndi að mjólka brjóstin í miðjum klíðum

Fólk tekur upp á ýmsu í bólinu.
Fólk tekur upp á ýmsu í bólinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Fólk tekur upp á undarlegustu hlutum í kynlífi en Women's Health spurði nokkrar konur hvað væri það skrítnasta sem karlmaður hafði gert í rúminu. 

Mjólkurmaðurinn

„Kærastinn minn stoppaði einu sinni í miðjum samförum og reyndi að mjólka á mér brjóstin. Hann vann einu sinni á mjólkurbýli. Hann byrjaði að gera skrítnar mjólkurhreyfingar og skrítin hljóð og byrjað að hlæja. Ég var bara hvað í andskotanum er í gangi, ég er ekki belja,“ sagði hinn 22 ára gamla Katie.

Læknirinn

„Ég fór einu sinni heim með strák og hann teygði sig í hattborðskúffuna. Ég gerði ráð fyrir að ná í smokk, en hann náði í þvagleggjasett. Greinilega fannst honum það æsandi. Ég þarf varla að segja það en ég fór eins fljótt og ég gat,“ sagði hin 27 ára gamla Leah. 

Maðurinn reyndist ekki vera að teygja sig í smokk.
Maðurinn reyndist ekki vera að teygja sig í smokk. mbl.is/Thinkstockphotos

Sá umhyggjusami

„Ég var með strák sem olnbogaði mig óvart í andlitið og ég fékk blóðnasir. Hann sagði, þú ert í lagi, og hélt áfram,“ sagði Emily, 22 ára. 

Hreinlætisperrinn
„Ein maður sem ég var að sofa hjá vildi að við færum í sturtu eftir kynlíf. Það var ekki svo mikið mál en það var enginn snerting. Hann vildi bara þvo mér, ég meina virkilega baða mig. Mjög skrítið,“ sagði Natasha 22 ára. 
Sá týndi
„Ég er ekki g-bletta manneskja, það virkar bara ekki fyrir mig. Ég veit nákvæmlega hvernig ég virka og fæ eiginlega alltaf fullnægingu tvisvar þegar ég stunda kynlíf. Það skrítnasta sem strákur hefur gert er ekki það sem hann gerði heldur það sem hann sagði. Hann eyddi um tíu mínútum á g-blettinum. Þegar ég reyndi að útskýra vinalega fyrir honum að það virkaði ekki fyrir mig. Þá fjarlægði hann höndina, snéri sér við og sagði en það á að vera gott,“ sagði hin 28 ára gamla Jane. 
mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál