Kynlífið snýst bara um hann

Konan er ekki sátt við eigingirni kærasta síns.
Konan er ekki sátt við eigingirni kærasta síns. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem finnst kærastinn sinn ekki hugsa nógu mikið um langanir hennar og þarfir í svefnherberginu leitaði til ráðgjafa Elle

Kæra E. Jean. Í dag varð ég ótrúlega reið við kærastann minn þegar hann bað mig um kynþokkafulla mynd til þess að hjálpa sér þangað til við sjáum hvort annað á morgun. Það er ekki hugmyndin um myndina sem gerði mig brjálaða, heldur sú staðreynd að kynlífið okkar er byrjað að snúast mikið um hans langanir. Mér líður eins og ég sé uppblásin dúkka. Ég vil rómans! Ég vil hrós! Ég vil forleik! Ég vil að hann taki sér tíma! Ég vil að hann kyssi mig í alvöru! Í þeim fáu tilvikum sem ég hef minnst á þetta kemur hann sér hjá því á stríðnislegan hátt. Þannig nú líður mér óþægilega að tala um þetta. Hvernig læt ég hann taka tillit til minna þarfa í svefnherberginu?

E. Jean lét konuna fá lista yfir hvernig væri hægt að bæta úr hlutunum. 

1. Hann getur ekki endað setningar með því að biðja þig um brjóstamynd af þér. E. Jean mælir með því að kærastinn þurfi að gera eitthvað í staðinn eins og að hrósa henni. 

2. Hann getur ekki rómans. Við þessu vandamáli mælir E. Jean með því að hún drusli kærastanum út úr húsi. Hún stingur upp á því að þau fari í tjaldferðalag, dansi eða fari í rússíbana. 

3. Hann getur ekki kysst. Hún mælir með því að þau leiki fræga kvikmyndakossa. 

4. Hann tekur sér ekki tíma. E. Jean stingur upp á þeirri reglu að hann verði að gæla við hana í að minnsta kosti korter áður en hann getur byrjað að hugsa um að klæða hana úr fötunum. 

5. Slepptu númer 1, 2, 3 og 4 og segðu honum nákvæmlega hvað þér finnst. Þessi gæi er ekki það valdamikill. Því minna mark sem þú tekur á honum því betra. Þú segir að þér finnist óþægilegt að tala um þetta. Þú segir að hann hlæi af þér? skjóttu á hann! Byrjaðu skothríð af viðurnefnum. Segðu honum að hvað þú vilt. „Ég vil langan, hægan, dónalegan forleik, og ég er hundleið á þér“.

þetta er einungis hluti af því sem þú getur gert þegar þú loksins áttar þig á því að þú ert komin með nóg af honum og vilt fara frá honum. En af hverju bíða. Af hverju ekki að segja honum það strax? Af hverju ekki viðurkenna að hann er bara viðkvæmur, sjálfselskur, tillitslaus, frekar skrítinn náungi sem veit líklega ekki að ef þú nýtur kynlífsins þá nýtur hann kynlífsins betur. Af hverju að gefa upp nokkur ár af unaðslegri ástríðu af því þú ert hrædd að tala? Hann mun ekki þola það. Segðu honum sannleikann beint út. 

Ertu þú að fylgjast með Smartlandi á Instagram? 


 

Konan vill langan forleik.
Konan vill langan forleik. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál