Algengasta ástæða sambandsslita

Sambönd eru einstök og tilfinningarnar eru oft þær sömu.
Sambönd eru einstök og tilfinningarnar eru oft þær sömu. mbl.is/Thinkstockphotos

Þrátt fyrir að við séum öll einstök og engin tvö ástarsambönd alveg eins liggur oft og tíðum sama ástæðan fyrir sambandsslitum. Þetta kemur fram í rannsókn sem Women's Health greinir frá. 

Kvíði vegna væntumþykju og hræðsla við höfnun eru algengustu ástæður sambandsslita. Aðrar ástæður voru tilfinningaleg fjarlægð, valdaójafnvægi, ofbeldi og framhjáhald. 

Ástæðurnar voru eins hjá þeim sem voru giftir og þeim sem höfðu ekki gengið í hjónaband. Hins vegar voru svörin ekki eins þegar fólk var spurt út í það hvað vær það sem fengi það til þess að halda sambandinu áfram. 

Hjón töldu frekar fram skyldur, fjölskylduna og ótta við áhættu sem fengi það til þess að vera með maka sínum á meðan fólk sem var ekki gift mat tilfinningalegu nálægðina í sambandinu. 

Gift fólk finnur frekar til ábyrgðar og óttast áhættu.
Gift fólk finnur frekar til ábyrgðar og óttast áhættu. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál