22 ára framhjáhaldið hundsar mig

Konunni fannst kynlífið með unga manninum spennandi.
Konunni fannst kynlífið með unga manninum spennandi. mbl.is/thinkstockphotos

Kona sem getur ekki hætt að hugsa um ungt framhjáhald sitt leitaði til Deidre ráðgjafa The Sun

Ég er að stunda leynilegt kynlíf með manni sem er miklu yngri en ég. Ég á yndislegan eiginmann sem ég gæti aldrei farið frá en ég er með þennan unga mann stanslaust á heilanum. 

Ég er 41 árs og eiginmaður minn er 43 ára. Við eigum tvö frábær börn, 15 og 13 ára. Ég og eiginmaður minn höfum átt okkar upp og niður en ég hélt við værum á góðum stað núna. 

Fyrir nokkrum vikum byrjaði ég að tala við mann sem vann á hverfisbarnum. Hann er næstum því helmingi yngri en ég, 22 ára. Við byrjuðum að spjalla í gegnum WhatsApp og senda myndir. Fljótlega vorum við í stöðugu sambandi. Við hittumst að lokum og stunduðum kynlíf í bílnum hans. Þetta var svo spennandi eins og kynlífið sem ég stundaði þegar ég var unglingur.  

Við héldum áfram að senda hvort öðru skilaboð og ákváðum að hittast. Stundum kom hann heim þegar það var óhætt. Hann lagði bílnum handan við hornið svo að nágrannarnir kæmu ekki auga á hann. Hann sagði alla réttu hlutina til að fá mig til að brosa en síðasta daginn varð hann kaldur við mig. Hann sendir mér færri skilaboð og þau eru ekki eins og þau voru í byrjun. Mér líður eins og það hafi verið spilað með mig og er vonsvikin yfir því hvernig hann er. 

Ég veit að ég þarf að gleyma honum en það er erfitt. Mér líður eins og ég sé með hann á heilanum. Ég get ekki við því gert en ég vil meira. Ég er alltaf að hugsa um hann, ég kíki á skilaboðin mín. Ég gæti aldrei yfirgefið hjónabandið fyrir hann vegna þess að hann er svo ungur auk þess sem hann heldur oft fram hjá og eyðileggur sambönd.  

Ég veit ekki hvort mér líður svona af því að ég er einmana. Ég á ekki vini og eiginmaður minn vinnur mikið. Þessi athygli sem ég fékk frá þessum manni fékk hjartað til þess að slá örar. 

Deidre segir að þrátt fyrir að tilfinningalaust kynlíf sé spennandi þá er það ekki að gera hana hamingjusamari. 

Þetta er framhjáhald leiðir ekki til neins. Eins flestum konum þá finnst þér erfitt að aðskilja kynlíf frá ást. Þú ert að falla fyrir þessum manni en hann mun aldrei skuldbinda sig þér. Hann er nú þegar orðin fjarlægur og kaldur. Ekki hitta hann aftur. 

Deidre segir henni að það sé vel hægt að finna neistann aftur það sé algengt að ástin kólni í langtímasamböndum. Hún bendir henni síðan á að finna sér eitthvað að gera svo henni leiðist ekki, eins og það að gerast sjálfboðaliði. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál