Kallar með skalla heilla mest

Jason Statham er sköllóttur og kynþokkafullur.
Jason Statham er sköllóttur og kynþokkafullur. mbl.is/AFP

Þeir karlmenn sem óttast hárleysi sitt geta tekið gleði sína á ný. Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Independent greindi frá gefur það í skyn að sköllóttir menn heilla mest. 

Það eru ekki bara þeir sem eru með þunnt hár sem raka á sér hárið heldur eru sífellt fleiri menn kjósa nú að raka á sér hárið, allt frá Vind Diesel og Jason Statham til Voldemorts. Þegar sköllóttir menn eru trúlofaðir Victoria's Secret fyrirsætum geta þeir hætt að kvarta. 

Vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu spurðu bæði konur og karla til þess að gefa karlmönnum einkun eftir því hversu aðlaðandi þeir voru, hversu mikið mikið sjálfstraust og áhrifamiklir þeir litu út fyrir að vera. Þeir sköllóttu komu best út í öllum flokkum. 

Það voru þó ekki bara góðar fréttir fyrir þá sköllóttu sem komu út úr rannsókninni. Þeir sem voru sköllóttir litu að jafnaði út fyrir að vera fjórum árum eldri en þeir voru í raun og veru. Ekkert jákvætt við það nema maður sé 16 ára. 

Victoria's Secret-fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley er trúlofuð hinum hárlausa Jason Statham.
Victoria's Secret-fyrirsætan Rosie Huntington-Whiteley er trúlofuð hinum hárlausa Jason Statham. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál