Einkabörn halda oftar framhjá

Einkabörn halda meira framhjá.
Einkabörn halda meira framhjá. Ljósmynd / Getty Images

Slæmar fréttir fyrir þá sem eru í sambandi með einkabarni en samkvæmt nýjustu tölum eru þau mun líklegri til þess að halda framhjá. The Sun greinir frá þessu.

Framhjáhalds-stefnumótasíðan Illicit Encounters tók saman upplýsingar um notendur síðunnar til þess að komast að því hverjir það eru sem halda mest framhjá. Í ljós kom að stór partur þeirra eru einkabörn.

Blaðamaður The Sun segir marga hafa sagt ástæðuna fyrir þessu vera að einkabörn hafi verið svo einmanna þegar þau ólust upp og sækja þess vegna í fleirri maka í einu. 

Í öðru sæti yfir þá sem líklegastir eru til að halda framhjá eru frumburðir eða um 28 prósent. Þeir sem eru minnst líklegir til þess að halda fram hjá eru miðjubörn með aðeins 15 prósent þeirra sem nota síðuna. 

Vefsíðan er bresk svo hún endurspeglar ekkert endilega íslensku þjóðina en ef þú ert að leita þér að maka sem er líklegastur til þess að vera þér trúr skaltu veðja á þá sem eru miðjubörn.

Miðjubörn eru líklegust til þess að vera mökum sínum trú.
Miðjubörn eru líklegust til þess að vera mökum sínum trú. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál