„Ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu“

Manninum langar í kærustu.
Manninum langar í kærustu. mbl.is/Thinkstockphotos

Fertugur maður sem hefur aldrei ætt kærustu leitaði ráða hjá E. Jean ráðgjafa Elle. 

Kæra E. Jean. Í hvert skipti sem ég hitti konu, ég veit ekki, ég þjáist af mjög sérstökum félagslegum klaufaskap. Það er erfitt fyrir mig að virka á allan hátt, þar á meðal að anda. Afleiðingin: ég er 40 ára og hef aldrei átt kærustu. Ekki einu sinni komist nálægt því. Ég hef farið þrisvar á stefnumót á ævinni, öll voru hræðileg. Það hjálpaði ekki að ég bjó heima þangað til ég var komin hátt á fertugsaldurinn, ég fatta núna að það var alltof lengi. Ég er að reyna breyta lífi mínu. Ég er fluttur út, keypti hús og hef verið að reyna komast yfir feimnina. Ég er byrjaður að tala við fólk sem ég þekki ekki vel. Mér til mikillar huggunar er ég að verða betri með æfingunni. 

Svo spurningin er, nú þegar ég er að byggja upp hugrekki til þess að byrja að fara á stefnumót hvernig og hvenær segi ég einhverjum frá minni sérstöku sögu án þess að koma þeim á óvart eða fá þær til þess að missa allan áhuga? Já, ég er líka með áhyggjur yfir því að gera öll stefnumótamistök sem til eru en eitt vandamál í einu. 

E. Jean fannst nú ekki mikið mál að aðeins þrjú stefnumót hafi farið illa og lætur hann hafa plan þar sem hún bendir honum meðal annars á að fara ekki á stefnumót, það fari alveg með félagslífið. Hún mælir frekar með því að hann skrái sig á heimasíðu sem skipuleggur samkomur fyrir fólk. Þar geti hann valið hóp fyrir hreinar meyjar og sveina. 

Þín saga: einhleypur maður, pínu feiminn, góð vinna, á sitt eigið hús, enginn farangur. 

Þegar þú verður stressaður í miðju samtali, frábært. Flestar ungar konur mundu ganga yfir ömmur sínar til þess að finna mann sem nennir að hlusta á þær. Þannig ekki hafa áhyggjur. Vertu í einhverju flottu, horfðu í augun á henni, spurðu hana spurningar, hlustaðu, hrósaðu henni, spurðu annarrar spurningar og eftir nokkrar vikur verðurðu danglandi í stelpur villt og galið. 

Maðurinn er byggja upp hugrekki til þess að fara á …
Maðurinn er byggja upp hugrekki til þess að fara á stefnumót. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál